<$BlogRSDUrl$>

Vores hjemmeside

þriðjudagur, september 30, 2003

Setning dagsins:

I HAVE LOST MORE THAN 300 GAMES, MISSED MORE THAN 9000 SHOTS, AND FAILED OVER AND OVER AGAIN. THAT'S WHY I SUCCEEDED.

Auðvitað kóngurinn sjálfur Michael Jordan sem á þessa.

sunnudagur, september 28, 2003

Reyndar er Nike ekki íþróttamaður en flestar setningarna eru hafðar eftir íþróttamönnum.
Ég ætla á næstu dögum að koma með eina setningu dagsins þ.e.a.s gullkorn íþróttamanna.

Setning dagsins er:

ÞÚ VINNUR EKKI SILFUR, ÞÚ TAPAR GULLI (Nike)
Lofaði Helgu minni að skrifa markaskor:
Hrabba 5, Kristín 2, Hanna og Inga 1 hvor
Held að Helga hafi verið með 12 bolta varða. Hún var allavega rosaleg í restina og tók nokkra mjög mikilvæga.
Jæja. Þvílíkur léttir að vera búin með þennan fyrsta leik. Þetta var alveg hrikalegt hjá okkur í fyrri hálfleik en sem betur fer náðum við að rífa okkur upp í seinni. Það er nú samt jákvætt að geta spilað svona illa og samt unnið eitt af topp 5 liðunum. Annars erum við búnar að vera í meiðslavandræðum undanfarið en nú eru allar að koma inn aftur þannig að þetta er allt á réttri leið. Svo er bara aðalleikurinn á sunnudaginn næsta en það er á móti Esbjerg sem er líklegast ásamt okkur að fara upp. Þær töpuðu aðeins einum leik í fyrra en komust ekki upp vegna markatölu. Frekar súrt. Þær eru með lið sem er búið að spila saman í mörg ár og eru rosalega vel spilandi en við erum með sterkari einstaklinga þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Ég fagnaði að sjálfsögðu sigrinum með einni Mexíkanskri (pizzu). Jesús minn hvað er hægt að búa til góða pizzu. Enda fá allir Íslendingar sem koma hingað að smakka, réttara sagt verða að smakka. Og nú fer að styttast í næsta gest því Hanna systir og Tommi mási koma í lok oktober og ég er auðvitað farin að plana. Engar áhyggjur Hanna mín. Svo er enn inn í myndinni að hún Eibba mín með bumbuna láti sjá sig í Holste nú í okt. Hún vill auðvitað ólm komast í stórafmælið hennar Ingu Fríðu og sjá stór-trúbban Hönnu köldu úr Firðinum stiga á stokk.
Annars áður en ég kveð tillykke Harpa, Sóley og Valsstúlkur. Við erum bara allar með fullt hús stiga ,,indtil videre".
Kveð að sinni
Hrebs
Fyrsti sigurinn er í höfn. En því miður er ekki hægt að segja að við spiluðum vel. Við vorum hrikalegar í fyrri hálfleik og vorum 6 - 12 undir í hálfleik. En við náðum að berja okkur saman í hálfleik og spiluðum mun betur í seinni hálfleik og náðum að vinna
21 - 19. Ég get aldrei munað hvað hver skoraði mörg mörk en hún Hrabba mín man það alltaf og hér með bið ég hana um að gera grein fyrir því á eftir. Annars voru þónokkuð margir áhorfendur á leiknum sem létu vel heyra í sér í seinni hálfleik.
Það voru fleiri íslenskir sigrar í dag en liðið hennar Hörpu Vífils, BK Ydun, vann 10 marka sigur á Helsingör og liðið hennar Sóleyjar vann einnig í dag. Til hamingju með það stelpur.

fimmtudagur, september 25, 2003

Núna eru einungis 3 dagar í leik og við erum orðnar nokkuð spenntar. Ég var að fá áðan frá þjálfaranum spólu með liðinu sem við spilum á móti á sunnudaginn svo að ég ætti að geta kortlagt andstæðingana aðeins. Það eru reyndar smá meiðsli hjá liðinu og tvær verða líklega ekki með og hún Inga Fríða er nú öll að ná sér eftir sín meiðsli og verður líklega með. Annars er voða lítið að frétta nema að mamma og pabbi voru búin að plana ferð hingað í næstu viku, búin að kaupa miða og allt en því miður komast þau ekki þar sem hún móðir mín þarf að fara í aðgerð á auganu sínu sem er búið að vera að stríða henni í langan tíma. Þannig það eru engar djúpu, nóa kropp eða lakkrís sem ég var farin að hlakka til að fá. Og auðvitað leiðinlegt að geta ekki hitt foreldrana og geta ekki sýnt þeim þennan frábæra bæ sem við búum í og leyft þeim að smakka uppáhaldið hennar Hröbbu, mexíkóska pizzu. En svona er þetta bara.

þriðjudagur, september 23, 2003

Jæja þá er komið að bullaranum aftur. Kaupmannahöfnin var nú bara alveg að standa fyir sínu. Ég náði allavega aðal markmiðinu mínu þ.e að skoða Christianiu. Þvílík snilld, þetta er alveg ótrúleg menning og auðvitað sorglegt ef þessu verður svo bara lokað. Það var líka svolítið gaman að sjá hass í fyrsta skipti á ævinni. Ég er algjörlega blindust á allt svona eitthvað en þarna getur þetta bara ekki farið fram hjá manni. Þannig að passið ykkur nú, ef ég finn jólalykt heima hjá ykkur á vitlausum tíma þá veit ég hvað er í gangi. Annars tókst mér líka að eyða smá pening í BÚÐINNI (H&M) en var svo skynsöm að fara bara í hana. Annars gistum við hjá Steina og Kobbu á föstudagsnóttina þar sem við spjölluðum langt fram á nótt og höfðum það rosa gott og fengum rosa góða heimabakaða pizzu. Þau klikka ekki. Laugardagsnóttina gistum við hjá Davíð (besta vini Viktors) og Diljá. Það var rosaleg hamingja með það hjá yngsta fjölskyldumeðlimnum okkar sem fékk loksins smá tíma með kærastanum sínum. Við fengum að sjálfsögðu glæsilega máltíð hjá þeim enda listakokkar þar á ferð. Sunnudagurinn var svo ekki eins og best var á kosið. Ég hafði nefninlega ákveðið að fara með Viktoríu í bíó í fyrsta skiptið og sjá Grísling. Henni fannst popp og kók fílíngurinn mjög fínn en þegar átti að fara inn í sal harðneitaði hún þannig að við fórum bara út aftur með allt nammið okkar og fengum endurgreidda miðana. Svo þegar við komum heim þá vildi hún endilega fara í BÍÓ. EINMITT, hún er auðvitað bara erfið eins og pabbinn. En jæja nú verð ég að fara að hætta bullinu svo einhver nenni að lesa þetta. Læt heyra í mér síðar. Bless í bili
Hrabba

mánudagur, september 22, 2003

Sæl aftur. Við komum heim í gær frá vel lukkaðri ferð til Köben. Við lögðum af stað eftir æfingu á föstudaginn og vorum komin um hálf tíuleytið. Ég og Þorvaldur gistum hjá frænku hans Þorvaldar henni Auði og þökkum við henni og fjölskyldu fyrir að nenna að hafa okkur alla helgina. Laugardeginum eyddu ég og Þorvaldur aðallega á Strikinu og um fimmleytið fórum við á fótboltaleik á Parken og sáum FCKöbenhavn - Herfölge sem endaði 0 - 0. Um kvöldið fórum við tvö út að borða og röltum um bæinn. Því­ miður gátum við ekki verið lengi í bænum þar sem við vorum háð lestaferðunum og fórum við því­ heim um tólfleytið. Síðan lögðum við af stað heim um tvöleytið á sunnudeginum. Ferðin var semsagt vel lukkuð í­ alla staði þó að lí­tið hafi verið keypt, en það skiptir nú ekki öllu máli (einmitt!!!). Í dag var síðan bara æfing en núna eru 6 dagar í fyrsta leik og vonandi fer þetta allt að smella saman hjá okkur.
Þess má geta að heimasíða liðsins okkar er búin að fá nýtt útlit og komnar eru myndir inn af okkur, endilega kíkið

fimmtudagur, september 18, 2003

Þetta með Köben þá er það nú bara þannig að það geta ekki allir leikið sér, framundann er stórafmæli, Hrabba búin að sjá til þess að það verður fullt af fólki hér, svo það þarf að fara að undirbúa.. eitthvað þarf að vera í boði ekki satt?? í næstu viku kemur Einar bróðir og fjölskylda þannig að þá verður maður ekki að búa til kræsingar.. Hanna fjárfesti í nýjum Gítar í gær og situr nú öllum stundum að æfa sig því hún á að vera trúbador í afmælinu, brjáluð pressa.. Nóg í bili...

miðvikudagur, september 17, 2003

Halló fólk þetta er ég.............
hæ hæ bara að prófa hvernig þetta virkar allt saman...

þriðjudagur, september 16, 2003

Það er lítið að gerast þessa dagana hjá okkur. Það er bara þessi venjulega rútína vinna - æfing - borða - sofa. En það er komin smá tilhlökkun í mannskapinn fyrir ferðinni til Köben. En eitthvað heyrði ég áðan að fjölskyldan á Thorsvej (Inga Fríða, Hanna og Andri) væri að hætta við ferðina. Ég verð bara víst að beita töfrum mínum á þau og plata þau með.
Ég er farin að telja dagana niður þangað til að mótið hefst en það eru nákvæmlega 12 dagar þangað til. Í fyrstu umferð mætum við Sindal en það er gamla liðið hennar Kristínar og það kemur sko ekkert annað til greina en að vinna. Fyrsta deildin hérna er skipt í tvo riðla og í hvorum riðli eru 12 lið. Þannig að það fer bara eitt lið úr hvorum riðli beint upp í úrvalsdeild. Í fyrra þá tapaði liðið sem lenti í öðru sæti einungis einum leik og komst ekki beint upp vegna slakari markatölu. Þannig að við megum helst ekki tapa einum leik ef við ætlum að komast beint upp. En síðan eru einhver lið sem fara í umspil við lið úr neðri hluta úrvalsdeildarinnar en það gerist víst aldrei að lið úr úrvalsdeild tapi fyrir liði úr 1.deild (er ekki alveg með þetta á hreinu. Hrabba leiðréttir mig bara ef þetta er rangt).

sunnudagur, september 14, 2003

Jíbbí Hrebs er mætt. Nú er að sjá hvort kerlingin geti skrifað eitthvað. Er ekki þekkt fyrir að vera mikill penni en ég kem nú til með að láta heyra frá mér.. Annars ekki mikið að frétta. Tvær vikur í fyrsta leik og næsta helgi verður síðasta fríhelgin okkar fram að jólum. Búið að plana ferð til Köben og ætlum við að komast yfir mikið þá helgi. En fyrst og fremst verð ég að skoða Kristaniu. Hef aldrei komið þangað og skammast mín fyrir það. Og nú fer hver að verða síðastur því Kristaníu verður sennilega lokað fljótlega. Það á að fara að byggja haug af íbúðum fyrir nema í Köben. Og auðvitað allt vitlaust yfir þessu. Við munum svo að sjálfsögðu fara í tívolí og á Strikið að eyða peningum. Þar er ég nú aldeilis á heimavelli. Annars er tæpur mánuður í fyrsta djammið okkar Íslendinganna en það verður þann 11.okt. En það verður nú ekkert smá djamm því öldungurinn okkar hún Inga Fríða verður ÞRÍTUG og verður að sjálfsögðu haldið upp á stórafmælið. Ef þið eigið leið um Holstebro þessa helgi þá endilega látið mig vita og ég redda boðsmiðum. Ég er búin að bjóða miklu fleirum í afmælið en Inga Fríða sjálf. Jæja verð nú að fara að hætta þessu bulli. Læt heyra frá mér fljótlega. Kærlig hilsen Hrebs
Jæja nú er að sjá hvort tæknitröllið mikla geti farið að skrifa nokkrar línur inn á þessa frábæru síðu..
Þessi helgi er búin að vera nokkuð róleg hjá okkur holstebrosystrum. Það var á planinu hjá okkur að fara í Legoland í dag en leti var í mannskapnum og sátum við bara heima. Í gærkveldi fóru karlarnir okkar ásamt Hjalta að skoða næturlífið hérna og ekki var það í fyrsta skiptið. Á meðan horfðum ég, Kristín og Hrabba á myndina "The ring" og ég og Hrabba horfðum nú reyndar bara með öðru auganu og héldum fyrir eyrun mest allan tímann. Og á meðan hneykslaðist Kristín af okkur hvað við vorum miklar skræfur.

laugardagur, september 13, 2003

Jibbí VÍKINGUR er kominn upp í úrvalsdeildina. Til hamingju
Jæja núna eiga Hrabba og Kristín að geta skrifað inn á síðuna en ég á ennþá eftir að láta Hönnu og Ingu Fríðu fá aðgang en það gerist vonandi bara núna um helgina. Þannig að núna er ég hætt að tala í 3.persónu og tala í staðinn í 1. persónu. Loksins erum við heima um helgi en það er orðið þónokkuð langt síðan að við vorum það. Í gærkveldi fórum við nokkrar úr liðinu út að borða á uppáhaldsstaðinn hennar Hröbbu. Hrabba fékk sér að vanda mexíkanska pítsu en ég, Inga Fríða og Hanna ákváðum að prófa eitthvað nýtt og fengum okkur hálfinnbakaða pítsu með kebab kjúkling, spaghetti, sýrðum rjóma og lauk. Það smakkaðist bara mjög vel. Í morgun var æfing en síðan er frí á morgun og á mánudaginn.
Núna er ég að horfa á handbolta í sjónvarpinu og Århus er að keppa á móti Otterup en með Århus spila Róbert og Tjörvi. Róbert er búinn að spila ekkert smá vel og er búinn að skora að minnsta kosti 11 mörk úr 12 skotum og ennþá eru 8 mín eftir. Strákarnir í Team Tvis Holstebro eiga að spila fyrsta leikinn á miðvikudaginn en það verður fróðlegt að sjá hvernig hann fer því að þjálfarinn þeirra er alltaf að láta þá lyfta og þeir eru búnir að vera rosalega lítið í bolta. En vonandi ná þeir nú samt að vinna.
Verð að kveðja núna. Ha det bra.

fimmtudagur, september 11, 2003

Það er voðalega lítið að gerast hjá okkur núna. Í gær áttum við bara að lyfta sjálfar og í kvöld var útihlaup hjá útileikmönnum en markmannsæfing hjá markmönnunum. Síðan var æfing inn í höllinni með unglingaliði strákanna. Ekki má þó gleyma að nefna það að hitað var upp í fótbolta og við stelpurnar unnum strákana 6-0. Síðan erum við byrjaðar að fara á einkafund með þjálfaranum og Helga og Kristín byrjuðu í kvöld.
Þorvaldur fékk vinnu í dag og byrjar á mánudaginn og hann er rosa ánægður með það enda frekar þreyttur á að hanga heima. Svo fékk Helga ofn í dag og loks getur hún farið að baka og hún mun líklega bjóða systrum sínum, mökum og afkvæmum bráðlega í kökuveislu.

þriðjudagur, september 09, 2003

Við vorum að koma heim af hörkuleik hjá karlaliðinu í bikarnum þar sem þeir kepptu á móti Fredericia HK og fóru þeir með sigur af hólmi. Þeir eru þar með komnir í 8-liða úrslit en þar mæta þeir Skjern håndbold. Aron stóð sig auðvitað rosa vel en annars var þetta týpiskur bikaleikur, mikið af mistökum og spenna í­ loftinu. Við spiluðum æfingaleik á undan strákunum á móti Japanska landsliðinu og töpuðum 23-27. Þetta var nú ekki sérstakur leikur af okkar hálfu og það var frekar erfitt að spila á móti þeim þar sem þær spila allt öðruví­si en liðin sem við erum vanar að spila á móti. Þær spiluðu mjög framliggjandi vörn og í­ sókn voru þær með endalausar klippingar og innleysingar sem þær gerðu mjög vel.
Í gærkvöldi mættum við systurnar á hótel hér í­ bænum þar sem sameiginlegur matur var með karla- og kvennaliðinu og sponsorum. Fyrst var myndataka og fengum við allar nýju búningana okkar til að vera í­. Búningarnir líta bara vel út nema markmannsbúningurinn sem samanstendur af appelsí­nugulri peysu og buxum sem koma svo saman að neðan að þær ná varla yfir tunguna á skónum. Eftir myndatökuna var farið aftur í­ betri föt og flest allar fengu sér sæti fyrir tí­skusýningu þar sem hún Hrabba okkar var fulltrúi okkar Íslendinganna. Þar sem hún er ein af þeim elstu í­ liðinu þá þurfti hún að sýna föt frá "konudeildinni" í­ einni af búðunum hérna í­ bænum. En hún Hrabba er nú svo flott að hún tekur sig vel út í­ öllu. Þú ert flottust !!! Við hinar sluppu þó ekki við fyrirsætustörfin þar sem allir leikmenn, þjálfarar, liðstjórar og meira að segja sjúkraþjálfarar þurftu að sýna nýju búningana. Eftir tí­skusýninguna var fengið sér smá í gogginn og haldið heim á leið.

mánudagur, september 08, 2003

Jæja þá erum við komnar heim eftir fí­na helgi í­ Thisted. Spiluðum í­ gær á móti Fox Team Nord og áttum ekki góðan dag töpuðum med 10 mörkum (32-22). Inga Fríða spilaði ekki með því að henni tókst að togna aftan á læri í­ vikunni og var kerlingin látin hvíla.
Eftir leikinn var farið í sumarhús sem foreldrar þjálfarans okkar eiga og tóku þau á móti okkur með glæsilegri máltíð sem rann ljúflega ofan í okkur. Eftir matinn var horft á danskan þátt í­ TV og síðan stóð hún Hrabba fyrir spilakvöldi eins og henni er einni lagið. Spilað voru mismunandi spil þ.á.m. Yatzy þar sem enginn átti möguleika í­ Helgu og Hönnu. Farið var síðan í­ háttinn um tólfleytið.
Á sunnudagsmorgninum vorum við vaktar um hálf níuleytið og fengum okkur morgunmat. Skelltum okkur síðan í­ stuttan göngutúr til að hressa liðið við áður en lagt var af stað í­ annan æfingaleik á móti Fox Team Nord. Allt annað var að sjá liðið í­ dag en leikurinn endaði með jafntefli 22-22. Við hefðum í­ raun átt að vinna leikinn því við vorum einu marki yfir þegar ca. ein og hálf mí­n var eftir.
Hinir dyggu stuðningsmenn okkar (karlarnir okkar og auðvitað Viktorí­a Dí­s) fá plús í­ kladdann fyrir að nenna að keyra 160 km í­ gærr og svo aftur í­ dag til að horfa á okkur.
Á morgun er svo frí­ á æfingu en bæði karla og kvennaliðin, ásamt mökum og sponsorum er boðið út að borða og einnig á að kynna nýju búningana okkar og taka myndir fyrir heimasíðu liðsins . Segi frá því betur seinna.

mánudagur, september 01, 2003

Vefur Holstebrosystranna hefur verid opnaður og ætlunin er að skrifa reglulega fréttir af lífi systranna í Holstebro.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?