<$BlogRSDUrl$>

Vores hjemmeside

föstudagur, október 31, 2003

Loksins nenni ég að setjast fyrir framan tölvuna til að rita nokkur orð en það er búin að vera einhver letipúki í mér í vikunni. Annars er lífið allt að komast í fyrra horf eftir ferðina hérna hjá okkur. Það leiðinlega er að hann Steini hennar Kristínar er farinn heim í mánuð til að vinna. Við eigum ábyggilega eftir að sakna hans mikið og auðvitað einnig eftir að sakna "Stonies pizza" sem hann er snillingur í að gera. Systir hennar Hröbbu hún Hanna Lóa og kærasti hannar voru að koma í heimsókn í kvöld og verða í einhvern tíma. Planið hjá liðinu hérna er að fara síðan í heimsókn til Árósa á morgun og kíkja í bæinn en því miður var ég búin að skrá mig í aukavinnu á morgun þannig að ég kemst ekki með. Kannski bara gott fyrir budduna!!!
Ég hugsa næstum um ekkert nema jólagjafir þessa dagana en núna ætla ég að reyna að vera snemma í því (segja þetta ekki allir) því að ég nenni ekki að eyða þessum stutta tíma sem ég á heima fyrir jólin í eitthvað jólagjafakaup og stress. Hrabba tók vist eftir einhverri auglýsingu um daginn þar sem var verið að auglýsa námskeið í að gera jólanammi, laugardagsnammi og ekki má gleyma hvernig á að gera flödeboller (negrakossa) og við stelpurnar vorum að pæla í að skella okkur á það. Í vinnunni hans Þorvaldar er byrjað að hugsa um jólaskrautsgerð og í dag var hann á námskeiði í jólakransagerð. Síðan á hann í næstu viku að kenna fólkinu sem hann vinnur með hvernig á að gera fallega jólakransa. Ég fer nú bráðum að hafa áhyggjur af karlinum en undanfarna daga í vinnunni hefur hann verið að flétta körfur, elda mat, búa til hin ýmsu listaverk úr steinum, fara á myndlistasýningu og fleira. Þetta er nú meiri letivinnan sem hann er í og við öll öfundum hann auðvitað af henni, sérstaklega við stelpurnar.
Við skötuhjúin erum mikið búin að vera að pæla í því hvort að við eigum ekki að kaupa okkur sófa og við erum búin að finna einn rosa flottan sem við fáum auðvitað á mjög góðu prísi þar sem einn helst styrktaraðili liðsins er húsgagnaheildverslun. Ekki slæmt!!! Kristín og Steini voru um daginn að kaupa sér víst rosalega flott borðstofuborð úr dökkri eik (held ég ) og spegil en við eigum eftir að fara og kíkja á nýju vörurnar.
Núna ætla ég að fara að horfa á mynd í sjónvarpinu þannig að ég kveð að sinni.
Hej hej

þriðjudagur, október 28, 2003

Setning dagsins:

Nobody on the planet earth can guard me.
Jæja jæja..
Þá erum við komnar heim aftur. Mjög strembin ferð þar sem við spiluðum 4 leiki á 3 dögum. Ferðasagan: Sofa-matur-rúta-matur-spila-rúta-matur-rúta-sofa. Rosalega spennandi, held að ég sé ekkert að gera þetta leiðinlegra í lengri útgáfu.. Annars var þetta fín ferð handboltalega séð. Vorum að spila vel og þetta lofar allt góðu fyrir komandi átök á Ítalíu í nóvember. Maturinn var aftur á móti ekki að gera góða hluti og það var sjaldan að ég náði að komast út af metsölustaðnum áður en ég var komin með súkkulaði í munninn. Hef örugglega aldrei borðað svona mikið súkkulaði á 4 dögum.. Einhvers staðar þurfti maður að fá orku.. Bananarnir komu líka sterkir inn.
Myndatakan mikla gekk víst vel að sögn pabbans og vildi hann meina að hann hefði komið mjög sterkur inn með burstann. Nú bíð ég spennt eftir útkomunni.
Annars var ég í Århus í dag að skrifa undir samning við Hummel. Það er óhætt að segja að ég verð hummelgella næstu þrjú árin. Það er eins gott að Hummel haldi áfram að vera í tísku. Annars verð ég bara að sætta mig við að vera mega lúði.
Ég byrjaði svo í nýju vinnunni minni í gær. Er að fara að vinna í íþróttamenntaskóla hér í Holstebro. Rosa spennandi. Er á vakt á heimavistinni einu sinni í viku. Svo er ég með handbolta í íþróttahúsinu einu sinni í viku og svo einnig með svona íþróttatíma þar sem krakkarnir prófa allar ótrúlegustu íþróttagreinar. Það verður örugglega voða gaman.
En jæja verð að fara að sinna litlu músinni minni. Hún er búin að læra leikinn: "í grænni lautu" og nýtur hann mikilla vinsælda þessa daganna.
Vil svo enda á að skora á Thorsvej-gengið að skrifa nokkrar línur inn á síðuna.
Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, október 23, 2003

Hrabs ég hef fulla trú á að hann Viktor klikki ekki á greiðslunni og svo er litla prinsessan ykkar alltaf sætust hvort sem hún er vel greidd eða ekki. Sjáumst í fyrramálið systur!!!
Setningin:

Þeir sem segja "þetta er bara handboltaleikur" hafa aldrei brennt afgerandi vítakasti í úrslitaleik á OL...

Auðvitað Anja Andersen
Jæja þá erum við að fara að leggja í hann.. Förum til Póllands eftir tæpar átta klukkustundir.. Skrifum sennnilega ekkert fyrr en við komum heim aftur..
Annars er rosa stress í gangi og það tengist nú alls ekki handboltanum heldur er hún Viktoría mín að fara í myndatöku í leikskólanum á morgun og ég er nú ansi hrædd um að pabbinn eigi eftir að klúðra hárgreiðslunni. Ég er nú ekki að höndla að mín skvísa verði ekki lang flottust, ég er nú keppnis...........
Annars voru strákarnir okkar að vinna góðan sigur á Robba, Tjörva og félögum.. Robbi með 9 stykki, hann er að gera rosalega hluti hérna og er pottþétt einn af þremur markahæstu í deildinni.. Go Robbi. Tjörvi með 2. Aron er ennþá meiddur og er ekki væntanlegur, því miður...
Jæja verð að drífa mig í háttinn, spurning um að vekja bara Dísina og greiða henni klukkan 5 í fyrramálið... Einmitt, hún er álíka mikil purka og móðir sín.....
Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, október 21, 2003

Setning dagsins:

Some men see things as they are.. and ask "WHY"? I dream of things, that never were and ask "WHY NOT"?

John F. Kennedy
Algjör snilld að vera komin með gestabók.. Og auðvitað snillingurinn hún nafna mín sem var fyrst að skrifa, Go girl.
Ég er nú komin með nett samviskubit yfir að skrifa greinilega bara um handbolta þannig að ég ætti nú kannski að skrifa aðeins um okkur Holstebrogengið fyrir utan boltann. Þar sem ég og Helga erum þær einu sem skrifum inn á þessa síðu þá gef ég mér leyfi til að skrifa um restina af genginu.
Ég er nú örugglega minnst spennandi en ég vinn á vöggustofu (leikskóla fyrir 0-3 ára) heila 14 tíma á viku, þ.e.a.s 3 daga vikunnar þannig að ég er bara á fríi á þriðjudögum og föstudögum og svo um helgar. En eitthvað hefur það verið að stríða kellunni sem er búin að vera sofandi í tæpan mánuð. Þetta er ekki grín ég er búin að vera algjörlega eyðilögð, alltaf þreytt og ef ég gæti þá myndi ég bara sofa. Ég fór til læknis og allt út af þessu. Það kom í ljós að mig vantaði járn þannig að ég er búin að vera að gúffa járni í 3 vikur en það er ekkert að virka of vel. Er svo líka að gleypa einhverjar q10 energi pillur sem eiga að vera svo góðar. Viti menn að ég get ennþá sofið endalaust. En nóg af Hröbbu þreyttu sem mun koma til.
Inga Fríða, Viktor og Kristín eru öll að vinna í sama fyrirtækinu, Actona sem er mublucompany. Inga Fríða er hjálparkona dauðans í eldhúsinu, byrjaði með þvílíkum stæl. Skar í alla puttana á sér í einhverri rosavél til að skera gúrkur eða eitthvað. Mætti á æfingu með böns af plástrum. Stelpan er auðvitað snillingur, hún handabraut sig næstum því við að sjóða spagetti. Geri aðrir betur. En allavega er hún að gera góða hluti í elhúsinu og er búin að læra á gúrkuvélina. (Nú hlýtur stelpan að fara að skrifa á síðuna. Hún verður að verja þetta).
Viktor er í svaka starfi sem var búið til fyrir hann. Hann vinnur mest heima hjá eigundunum sem eiga ROSALEGT hús hinum megin við götuna (hjá fyrirtækinu). Þar er hann að væflast í garðinum og er að byrja að búa til einhverja rosa vínstofu. Annars er hann bara mest að tjatta við Sanne sem á húsið (held ég). Og hún er líka svona hrifin af honum af hún kom frá Kína í dag með Rolex úr handa honum Vikka mínum. Þori ekki að segja að það sé alveg ekta en það stendur samt ROLEX (vonandi les Fjölnir Þorgeirs þetta, hann er ekki einn um það að fá gefins ROLEX).
Kristín er svo í ruglinu. Byrjar að sveifla tuskum klukkan 6.00 á morgnana. (Uhm hvar ætli Hrabba sé þá). Hún vinnur við að þrífa og hjálpar svo líka til í eldhúsinu með Ingu. Hún er ekki ennþá komin á sjúkralistann í vinnunni, en því miður missteig hún sig illa í gær og verður því fríi vinnu næstu vikuna. Hún er svekktust að missa af svo miklum tíma með Viktori en þar eru hlutirnir að gerast. Þau geta ekki beðið eftir julefrokost í vinnunni, en það er makalaus gleði og eru þau búin að plana makaskipti. Þau fatta bara ekki að ég og Steini verðum eftir ein heima, haha..
Hanna vinnur í Brosbolum Holstebro, heitir reyndar NP Tryk en daman er að gera rosalega hluti. Það er alltaf rífandi gleði í kringum skvísuna og hún er alveg ómissandi í vinnunni. Hún er víst alltaf að kenna þeim ný trix í vinnunni. Þeir eru víst eitthvað aðeins á eftir í tækninni hér.
Svo er það hún Helga mín sem vinnur í ræktinni, þar sem hún kennir fólki að taka á því. Og viti menn að það gerast alveg ótrúlegustu hlutir í kringum hana Helgu mína. Haldiði ekki að maður sem var búinn að vera í hjólastól í 18 ár hafi bara byrjað að labba. Þetta er ekki grín. Helga átti reyndar ekki allan heiðurinn en hann var í nálastungumeðferð að ég held og mætti svo bara allt í einu labbandi inn í ræktina, þvílík snilld. (Helga mín þú mátt endilega leiðrétta mig ef ég er að bulla eitthvað).
Þorvaldur er svo að vinna á vernduðum vinnustað þar sem hann er alls ekki að gera út af við sig af erfiði. Honum líkar bara vel þrátt fyrir að fá ekki að þukla á fleirri kroppum. (Hann er lærður sjúkraþjálfari svo þetta misskiljist ekki). En aftur á móti Steini hann er bara í einhverju rugli að suða stál og eitthvað rosa erfitt.
En jæja þá hafið þið fengið smá innsýn í lífið á bak við boltann. Ótrúlega spennandi, ótrúlegt að við höfum ekkert skrifað um okkar spennandi líf. Vonandi nennið þið að lesa bullið í mér og verið dugleg að skrifa í gestabókina okkar.
Knús
Hrabba
Vá hvað ég er pirruð. Tók mig til og skrifaði ógeðslega mikið. Hef aldrei skrifað svona mikið og það stendur allt á einhverri Hebresku.. Helga hvað er í gangi. Tölvunördið ekki að höndla þetta...

föstudagur, október 17, 2003

Jibbí mér tókst að setja inn gestabókina okkar og nú getið þið sent okkur línu. Takk fyrir hjálpina Guðrún Drífa.
Setning dagsins:

Uppskriftin af FÍASKÓ er að reyna að gera alla ánægða.

Fíaskó=> verknaður sem mistekst gersamlega
Stuttu eftir að við opnuðum þessa síðu þá heyrð ég einhvern orðróm um að karlaklúbburinn hérna í Holstebro ætlaði að opna síðu og hún yrði langtum flottari en okkar en eitthvað lítið hefur orðið úr því. Við systurnar bíðum allavegana spenntar.
Ég er á þvílíkri siglingu núna í að laga aðeins síðuna enda er ungfrú Hrafnhildur búin að vera að mata mig af ýmsum linkum sem ég get sett inn og svo hafa borist óskir um að taka link út þannig að það er nóg að gera núna. En þó verður seint sagt að ég sé einhver tölvusnillingur en ég reyni þó.
Ég er reyndar ekki alveg að fatta það hvernig á að setja inn gestabók eða svona chattbox og þið sem kunnið það megið endilega senda mér póst um hvernig ég get gert það.
Er þetta ekki orðið fínt hjá mér Hrabba mín?

fimmtudagur, október 16, 2003

Setning dagsins:

Alle nye idéer begynder med en der tager fejl, mens resten har ret.

Vá hvað margir eru örugglega búnir að sakna setningu dagsins.. haha
Jæja, kerlinginn mætt aftur. Netið búið að vera bilað í viku hjá mér en annars hefur það ekki mikið böggað mig þar sem mikið fjör er búið að vera á heimilinu síðan síðast. Steini og Kobba komu í heimsókn og voru hér frá föstudegi til mánudags. Hjalti var svo líka hér frá föstudegi til miðvikudags. Þau eru öll í haustfríi í skólanum þannig að þeim lá ekkert á að komast heim. Það var æðislegt að hafa þau svona lengi. Við fórum svo auðvitað öll í afmælið hennar Ingu Fríðu. Rosa fjör og voða flottar veitingar í boði. Gaman að hitta Sóley og Nínu og svo voru líka þrjár vinkonur Hönnu sem komu alla leið frá Íslandinu. Rosa hressar stelpur og gaman að kynnast þeim. Annars vorum við rosalega dugleg að slappa af all helgina. Ég og Viktoría erum svo í fríi í dag fimmtudag og á morgun þannig að við erum bara að dúlla okkur. Hún talar ekki um annað en Hæju (Hönnu systir) og Tomma sem eru að koma eftir 2 vikur en hún er alltaf á því að þau séu bara að renna í hlað. Hlakkar rosa til og getur ekki beðið eftir Jimmy Neutron spólunni sem hún segir að Tommi ætli að kaupa í flugvélinni. Þar hefur þú það Tommi minn.
Nenni ekki að tala um boltann, Helga búin að segja allt. Er að fara að taka nettan hádegisblund með apaling. Skrifa fljótt aftur...
Hrebs
Eitthvað lítið gerist nú þessa dagana í Holstebro. Eigum leik á næsta sunnudag og eyðum því helginni bara í rólegheitunum. Svo er komið á hreint að liðið og makar er að fara til Las Santas á Kanarí 12. des og verðum í viku. Ekki slæmt!!! Planið er að æfa nokkrum sinnum og síðan bara slappa vel af fyrir jólatörnina. Við erum síðan allar að fara með landsliðinu til Póllands þann 23.okt og þar keppum við á móti sterkum þjóðum, Póllandi, Túnis, Slóvakíu og ég held síðan Tékklandi. Hrabba mín þú verður bara að leiðrétta mig ef ég er að segja einhverja vitleysu.
Ég verð nú að fara að virkja systurnar mínar til að vera duglegri að skrifa á síðuna. En ég ætla allavegana að fara að horfa á Friends núna og bið því að heilsa heim.

sunnudagur, október 12, 2003

Það er búið að vera nóg að gera hérna um helgina. Á föstudaginn kepptum við á móti Gødvad og unnum 29-16. Við vorum nokkuð lengi í gang en tókum nokkrar hraðaupphlaupsrispur og náðum þannig að stinga af. Hrabba skoraði 7, Hanna 6 og Kristín 2 en Inga Fríða komst ekki á blað en stóð sig vel að vanda í vörninni. Á eftir leiknum okkar kepptu strákarnir á móti Ajax og voru að spila mjög illa og töpuðu 20-26. Það hlýtur að fara að líða að því að þjálfarinn verði látinn fara en hann er ekki alveg að meika það hérna.
Í gær var síðan afmæli hjá Ingu Fríðu og mikið fjör. Spiluð voru dönsk og íslensk lög til skipti og mikið sungið með. Ekkert var til sparað og nægar veitingar í boði. Á miðnætti var síðan afmælissöngurinn sunginn fyrst á íslensku og síðan á dönsku og pipari kastað yfir afmælisbarnið. Það er danskur siður að kasta pipar yfir afmælisbarnið þegar það er 30 ára og er ógift. Flestir fóru síðan niður í bæ og skemmtu sér vel fram á rauða nótt. Ég og Þorvaldur þökkum allavegana kærlega fyrir okkur.
Í dag er maður bara að slappa af eftir gærkveldið og ætli maður fái sér ekki eitthvað gott og djúsí í kvöldmat. Kveð i bili og ekki má gleyma.....
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN INGA FRÍÐA

miðvikudagur, október 08, 2003

Setning dagsins:

Every time I stand up for what I belive in, I hope there is a scared, confused person out there who watches me and smiles.

Dennis Rodman
Jæja við erum núna að jafna okkur eftir leikinn síðastliðinn sunnudag sem betur fer því að næsti leikur er á föstudaginn. Síðan er óðum að styttast í stór afmæli hérna í Holstebro og dagurinn verður tekinn með trompi þar sem við Íslendingarnir ætlum að hittst snemma til að horfa á landsleikinn og síðan verður stanslaust stuð fram á sunnudag. Þema afmælisins er "bleikt" og ég ætti nú ekki að vera í vandræðum með að finna mér eitthvað í þeim lit. Núna er liðið að skipuleggja ferð til Kanarí 12-19 des þar sem æft verður eitthvað en einnig líka slappað vel af fyrir jólastressið. Þessi ferð kom bara skyndilega upp þar sem þjálfarinn okkar er að fara með nemendum sínum þangað en hann kennir á íþróttalínunni í menntaskólanum hérna. Annars er voðalega lítið að frétta héðan. Bið að heilsa í bili.
Kveðja
Helga

mánudagur, október 06, 2003

Setning dagsins:

“Það þíðir ekkert að gráta Björn bónda, heldur bara safna liði”

Tengdapabbi á þessa

sunnudagur, október 05, 2003

Það er ekki mikil kátína í Holstebro núna þar sem við töpuðum fyrir Esbjerg í mjög mikilvægum leik. Nú verðum við bara að vona að þær drullist til að tapa fyrir einhverju liði. Þetta vara bara alveg skelfilegt hjá okkur. Engin að spila góðan leik, nánast allar bara mjög lélegar og það gengur bara auðvitað ekki. Við byrjuðum hræðilega eins og í síðasta leik og vorum 8 mörkum undir í hálfleik. Svo vorum við skömminni skárri í seinni en ekki nógu góðar til að vinna upp svo stórt forskot. Leikurinn endaði 29-24 og nú er eins gott að partýið mikla eigi eftir að rífa okkur upp úr þessari lægð. Er ekki í neinu stuði til að snakke svo ég segi bara snökt snökt. Skrifa þegar ég verð komin í betra skap.
Hrabba
Setning dagsins:

Ég kom ekki hingað til að spila, ég kom til að vinna.

laugardagur, október 04, 2003

Setning dagsins:

Að gefast upp er stærsta tapið.

M.a Anja Andersen

föstudagur, október 03, 2003

Það virðist sem einhver óléttubylgja sé á Íslandi. Ég var að frétta í vikunni að hún Helga Birna væri ólétt og svo var ég að heyra áðan að Bryndís vinkona mín væri einnig ólétt. Það verður spennandi að sjá hver verður næst en annars til hamingju skvísur!!!

fimmtudagur, október 02, 2003

Setning dagsins:

I can accept failure. Everyone failes at something. But I can't accept not trying.

Michael Jordan
Alveg hreint frábær dagur í dag. Mættum á æfingu og einhverra hluta vegna fórum við að tala um að fara til Kanarí í desember og rosalega yrði nú gaman ef allt liðið myndi bara skella sér. Við erum að tala um að það eru bara heilmiklar líkur á því að við förum til La Santa í des. Það verða pantaðir miðar á morgun og svo tekin endanleg ákvörðun í næstu viku. Það er eins gott að engin verði með stæla þá verður hún allavega mjög óvinsæl. En það þurfa allar að fara. Þetta kostar ekki nema um 30 þúsund á kjaft sem er auðvitað ekki neitt fyrir svona ferð. Við munum æfa 3-4 sinnum og svo bara hafa það gott. Þvílík snilld og alveg ótrúlegt ef þetta gengur upp hérna meðal Dana sem eru alltaf búnir að skipuleggja svo langt fram í tímann. En allavega er ég mjög bjartsýn á að vera í La Santa 12-19.des og koma útitekinn heim um jólin. Og til að toppa þetta allt þá fara sennilega okkar yndislegu makar með.
Annars 3 dagar í stórleik og þetta lítur bara vel út hjá okkur, vorum hrikalega góðar á æfingu. Tókum 3.fl karla áðan og pökkuðum þeim, allavega unnum.
Knus knus
Hrabba
Ég var að horfa á fréttir áðan sem væri nú ekki frásögufærandi nema hvað að þar var viðtal við einhentan handboltamann sem er að spila hér í efstu deild. Alveg hreint ótrúlegt. Skrýtið að hann skildi bara ekki velja fótbolta. Og það besta var að hann var myndaður þar sem hann var að taka bekkpressu með 60 kg á stönginni. Það vantar hendi við úlnlið þannig að stöngin liggur bara á stubbnum öðru megin og ekkert sem styður við hana. Þetta er bara nákvæmlega eins og maður myndi setja stöngina ofan á hnúann öðru megin. Þetta á ekki að geta gengið upp. En allavega ,,hetja dagsins í dag" er einhenti hornamaðurinn í Silkeborg Voel. Verð að taka það fram að auðvitað er hann örvhentur það hefði engum rétthentum manni dottið í hug að velja handbolta.
Ég hvet svo alla til að reyna trixið í bekkpressunni og finna einfættan fótboltamann.
Ég er allavega hætt að bulla og komin í djúpar hugleiðingar. FRAMFÖR.
Kveð að sinni
Hrebs
Setning dagsins:

The really great player takes the worst player on his team and makes him good.

Veit reyndar ekki hver á þessa en hún er allavega góð.

miðvikudagur, október 01, 2003

Það virðist ekkert ganga hjá karlaliðinu okkar. Þeir eru ekki ennþá búnir að fá stig í deildinni og töpuðu í kvöld á móti Skjern í bikarnum. Aron er með rifinn liðþófa og verður líklega ekki með á næstunni þannig að þetta lítur ekki nógu vel út fyrir þá.
Ég var að horfa á leik í TV þar sem Slagelse tók á móti Ikast/Bording í bikarnum og óhætt er að segja að Slagelse átti ekki sjéns í Ikast/Bording og þær töpuðu 26-34. Þjálfari Slagelse hún Anja Andersen fékk "að vanda" rauða spjaldið og það verður nú fróðlegt að lesa blöðin á morgun og sjá hvað hún segir um dómarana.
Annars er voðalega lítið að frétta af okkur systrunum hérna. Við erum bara að undirbúa okkur undir einn mikilvægasta leik tímabilsins sem verður á sunnudaginn á móti Team Esbjerg. Síðan er komin smá tilhlökkun í liðið því að það fer að styttast í stór afmæli hérna í Holstebro þar sem Inga Fríða verður einu ári eldri.
Var að skoða textavarpið og sá að Víkingur vann Stjörnuna í bikarnum. Til hamingju með það strákar.
P.S. Hver er setning dagsins skvísa ég er búin að bíða spennt í allan dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?