<$BlogRSDUrl$>

Vores hjemmeside

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Setning dagsins:

Live proud, and you´ll be comfortable in a crowd.

Dennis Rodman
Ég verð nú að segja einn góðan úr landsliðinu.....

Þannig er nú það að við erum allar með brúsa merkta okkur í landsliðinu. Og einn daginn var Dagný búin með allt úr sínum brúsa og spyr Drífu hvort hún megi ekki fá úr hennar sem hún var að drekka úr. Þá segir Drífa ,,þetta er brúsi fyrir alla" og réttir henni brúsann hennar Öllu Gorgorian sem var auðvitað merktur Alla. Drífa hafði þá verið búin að drekka úr brúsanum hennar Öllu ansi oft.
Jesús minn hvað ég er södd. Það var Íslendingadagur hjá okkur í dag og svo sannarlega tilefni til. Við vorum nefninlega með fulla spólu af íslenska Idols sem familian hennar Ingu Fríðu var búin að taka upp. Við vorum því með kökuboð og gúffuðum í okkur á meðan við horfðum á hvern þáttinn á eftir öðrum. Horfðum á 4 eða 5 þætti og borðuðum mikið fleiri kökusneiðar sem voru ekki í hollari kantinum. Idolsið fær nú bara mjög háa einkun hjá okkur og var þetta bara hin besta skemmtun. Kökurnar að sjálfsögðu snilld enda við sem bökuðum þær. Nú verður vigtin látin vera næstu dagana og ég sem ætlaði að vera svo ,,cutuð" fyrir La Santa. Ég er nú alveg að renna út á tíma þar.
Annars er helgin búin að vera rosa fín. Fríhelgi í boltanum sem gerist nánast aldrei og Hjalti í heimsókn hjá okkur. Í gær fórum við fjölskyldan að gefa bra bra brauð og ég get nú sagt ykkur það að endurnar hér eru miklu svangari en endurnar heima. Þær voru svo hrikalega æstar og háværar að ég var bara stressuð yfir þessu öllu saman. Tætti brauð í allar áttir og Viktoríu greyinu leist ekkert á hvað endurnar voru agressivar. Við fórum svo í bæinn og keyptum nokkrar jólagjafir en ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafir í ár, þvílíkt dugleg.
Nú varð ég allt í einu tóm. Get ekki skrifað meir.
Kveðja
Hrabba

laugardagur, nóvember 29, 2003

Hello....

Verð að byrja á því að svara Lísu. Lísa mín auðvitað hefur þú rétt fyrir þér, hvaða sauð varstu að veðja við?????? Við erum í 3 sæti í deildinni eins og er, vantar 1 stig upp í annað..
Nú hef ég ekki mikið annað að gera en að skrifa nokkrar línur. Er að bíða eftir að Viktor komi heim úr Julefrokost. Helv.... hann Steini sveik mig með því að fara heim til Íslands, þetta átti að vera kvöldið okkar. Þannig að núna eru Kristín og Steini að tjútta saman. Þetta er víst alveg rosalegt þarna í Actona. Mökum ekki boðið með og það eru bara endalaust margir að halda framhjá, mætti halda að það væru veitt verðlaun fyrir það. Þetta er svo stórt fyrirtæki að fólk getur falið sig út um allt. Suddalegustu sögur sem ég hef heyrt þaðan og verður Viktor tekinn í gott tékk þegar hann kemur heim.. Það eru nú reyndar ekki miklar líkur á að einhver kerling þori að reyna við karlinn minn, þær hafa nú flestar séð mig haha... Ég verð nú samt eiginlega að segja frá því að ég var læst úti áðan eftir æfingu og var Viktor þá farinn í julefrukost. Kerlingin á stuttbuxunum, kófsveitt og glæsileg þurfti að fara niður í Actona þar sem 90 manns sátu að snæðingi og ná í lyklana til Viktors. Hitti svo konu eigandans og sagðist vera að tékka á því hvort að hann væri nokkuð að halda framhjá. Fólk hefur örugglega haldið að ég væri frekar stressuð yfir þessu öllu saman....
Reyndar fór ég nú í nettan jólamat með vinnunni minni áðan og var litla prinsessan hjá Helgu á meðan. Það var rosa gaman hjá henni, held að Helga og Þorvaldur hafi unnið sér inn mörg prik hjá henni.. Jólamaturinn var frekar rólegur en hápunkturinn var pakkaleikur. Við höfðum öll keypt pakka og svo snerist pakkaleikurinn út á það að tveir teningar voru látnir ganga og ef maður fékk sexu þá átti maður að taka pakka hjá einhverjum þannig að stundum varstu með þrjá pakka og stundum engan. Svo var búið að stilla eldhúsklukku sem engin sá og vissi því ekki hvenær hún myndi hringja. Þegar hún svo hringdi þá var pakkaleikurinn búinn. Sem sagt það fengu ekki allir pakka og sumir tvo.. Frekar leiðinlegt fyrir þá sem fengu ekki neitt.. Það er annað en ég sem fékk pönnukökudeig í pakka, meira að segja Rasmus Klump pönnukökudeig... Að detta í hug að kaupa pönnukökudeig, en ég mun allavega prófa Rasmus Klump á morgun.
Svo verð ég nú að koma einu frábæru atriði að. Þannig er nú það að í Köben eru nokkrir Íslendingar með handboltalið, svona nokkurs konar utandeildarlið. Um daginn kepptu þeir við mjög svo glæsilegt lið sem höfðu það sameiginlegt að vera allir hommar. Þetta er auðvitað bara snilld. Ég hef oft lent í umræðum um af hverju það finndust aldrei hommar í íþróttum, aðallega handbolta og fótbolta og ef maður spáir í það þá er engin handbolta/fótboltastjarna sem ég veit um hommi. En nóg um það, ég fékk smá komment um leikinn frá einum leikmanni Íslendingaliðsins:
,,Já þetta hommalið er stórglæsilegt, enda hvert annað glæsimennið þar á ferð.
Tilhlökkunin að spila við þessar elskur var gríðarleg og má segja að þetta
hafi verið sá allra dásamlegasti leikur sem ég hef leikið fyrr og síðar.
Nei svona annars þá eru þetta ágætishandboltakappar, og finnst mér gott hjá
þessum hommalingum að vera með lið, enda eru þeir með 2 lið.
Leikurinn var nú samt ekkert spennandi nema fyrst 10 mínúturnar, þá sigldi
íslenska hraðlestin fram úr þessum gæðingum."

Jæja nú verð ég að fara að hengja upp þvott.
Kveðja
Hrabba

föstudagur, nóvember 28, 2003

Af hverju er stundum svona leidinlegt i vinnunni? Nuna eru allir kunnarnir minir byrjadir ad taka upp a thvi ad vera veikir thannig ad eg sit bara vid tølvuna ad skoda eitthvad a netinu. Thad getur reyndar stundum verid skemmtilegt en er nu frekar leidinlegt til lengdar.
Nuna eru bara 15 dagar thangad til ad vid verdum a leidinni i solina a Kanary og verdum thar i heila viku. Vonandi fær madur nu einhvern lit fyrir jolin. En vid eigum eftir ad keppa 3 leiki fyrir jol svo ad thad verdur nog ad gera hja okkur thangad til.
Madur er enntha ad jafna sig eftir ferdina til Italiu. Sidasti leikurinn tok ekkert sma a taugarnar og thad la vid ad thad thurfti ad keyra okkur utaf i hjolastol thvi ad vid vorum svo bunar a thvi enda getur thad verid frekar erfitt ad vinna um 7 marka mun a 11 - 12 min. En sem betur fer tokst okkur thad. Svo krosslegjum vid bara fingurnar og vonum ad ekkert verdi ur kæru Italanna (sem væri faranlegt) og vonumst til ad verda heppnar thegar dregid verdur fyrir næstu umferd.
I kvøld er Viktor ad fara i Julefrokost hja vinnunni og Hrabba ad fara ut ad borda med vinnunni sinni thannig ad eg og Thorvaldur erum liklega ad fara ad passa prinsessuna hana Viktoriu. Thad verdur nu gaman ad sja hvernig thad gengur. Svo a morgun verdur liklega farid annadhvort til Århus eda Aalborg til ad kaupa jolagjafir, en eg a sko eftir ad versla nog af theim.
En ætli eg verdi ekki ad fara ad vinna.
Bless i bili

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Jæja jæja..

Loksins komnar heim aftur frá Sikiley. Snilldarferð sem gat ekki endað betur. Skoruðum úrslitamark þegar 3 sekúndur voru eftir sem þýðir að við förum í Play-offs leiki í maí-júní. Það verður dregið 14.des og þetta verða bara tveir leikir heima og að heiman við eitt lið. Ef við vinnum þá viðureign þá komumst við í lokakeppni EM 2004. Nú þarf bara að krossleggja hendur og vera heppnar með dráttinn. En annars var ferðin ágæt. Algjör snilld að hafa áhangendalið frá Íslandi. Þau voru 8 uppi í stúku og voru vægast sagt frábær. Reyndar voru þau bara 7 upp í stúku því pabbi var svo rosalega stressaður að hann strunsaði bara í kringum völlinn með 4 verði á eftir sér sem voru alveg að bíða eftir að hann myndi snappa. Hann er algjörlega raddlaus eftir helgina og eyddi hann miklu púðri í að öskra á frönsku dómarana sem dæmdu alla leikina okkar. Verst (eða kannski bara ágætt) að þær skildu ekkert sem hann sagði enda ekki mikill tungumálamaður þar á ferð. Það versta við þessa ferð var maturinn. Hélt að ég væri skotheld með mat á Ítalíu en nei nei. Byrjaði líka rosalega vel þega Hafrún fékk risa stóran orm í salatinu sínu, jammí. Og eins og oft í útlöndum þá var sósumenningin alveg að klikka. Það kom bara sítrónusneið með öllum mat. Ég gat svo heldur betur tekið gleði mína á ný í gærkvöldi. Ég, Inga Fríða og Hanna keyptum okkur Mac'ara á leiðinni heim og svo þegar ég kom heim þá voru yndin mín búin að dressa sig upp, biðu með risa blómvönd og MEXÍKANSKA PIZZU handa mér. Þvílík snilld og þar sem ég var ekkert rosalega svöng fékk ég restina af mexíkönsku í hádegismat í dag. Móttökunefndin mín fær að sjálfsögðu hæstu einkun fyrir þessa snilldar móttöku.
Ég ætla svo að reyna að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna mína á eftir og á morgun þannig að endilega kíkið við og ég er ekki sátt við hvað fáir kvitta fyrir sig. SKRIFA Í GESTABÓKINA. Slóðin: http://public.fotki.com/9877/
Bless í bili
Hrabba

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Vildi bara kveðja í bili en stelpurnar koma að sækja mig eftir 10 mín ferskar og fallegar að vanda. Það gengur eitthvað illa að setja myndasíðuna upp en ég fer í það þegar við komum heim. Vonandi nenni ég að skrifa nokkur orð þegar við erum heima en annars bless í bili.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Fyrir þá sem eru með mjög seinan fattara þá meinti hún Svarthöfði.. haha
Setning dagsins:

Ég hef nú aldrei séð Star Wars en ég veit allavega hver Tvíhöfði er...

Snillingur úr landsliðinu okkar.. Vorum að tala um Star Wars
Vorum að vinna aftur, vei vei.. Unnum KLG 27-21. Brenndum endalaust úr dauðafærum og því svekkjandi að hafa ekki unnið mikið stærra. En tvö stig og við erum tilbúnar að fara heim á morgun. Leggjum reyndar í hann klukkan 5.30 í fyrramálið. Morgunhaninn hún Hrafnhildur ætlar að keyra. Það eru ekki margir sem hafa mikla trú á mér á þessum tíma dags en Hanna ætlar að sitja við hlið mér og vera rosalega skemmtileg. Við komum ekki aftur fyrr en eftir 8 daga (mánudaginn næsta) og því verður ekkert skrifað inn á þessa síðu á meðan.
Þið sem ekki eruð búin að kíkja inn á myndasíðuna mína getið dundað ykkur við það í 8 daga og muna að kvitta fyrir sig. Slóðin: http://public.fotki.com/9877
Er búin að bæta inn nokkrum í dag...
Ég kveð að sinni og vonandi verð ég alveg rosalega hress þegar ég kem tilbaka..
Stórt knús
Hrabba

föstudagur, nóvember 14, 2003

Setning dagsins:

Þinn erfiðasti andstæðingur ert þú sjálf/ur
Kerlingin í svaka stuði.. Er búin að setja upp heila myndasíðu í kvöld þökk sé Steinu kleinu. Fannst myndasíðan hennar svo sniðug að ég ákvað að láta reyna á þetta. Tæknitröllið alveg að meika það.. Þið megið endilega kíkja á síðuna mína. Ætlunin var eiginlega að setja fullt af myndum inn á myndasíðuna okkar en ég gat bara engan veginn fundið út úr þessu þannig að ég ákvað bara að fara auðveldu leiðina. Ég verð svo dugleg að bæta við myndum á næstu dögum, lofa.

Við fengum svo gleðifréttir í dag en hún Viktoría okkar var að fá pláss í börnehaven (leikskóli fyrir 3-6 ára). Hún byrjar 16 janúar þannig að núna eru bara tveir mánuðir eftir í Vuggustuen. Aldeilis komin tími til að barnið fari þaðan. Hún gæti étið öll börnin þarna, allavega trampað vel á þeim. Hanna systir fékk sjokk þegar hún sá barnið labba út á leikvöllin. Spurði mig eiginlega hvað væri í gangi. Litla snúllan mín er bara algjör Gilitrutt þarna hún er svo lang stærst og elst. Það er líka frábært upp á tungumálið að hún sé að fara yfir til stóru krakkana. Hún er orðin frekar góð í dönskunni en það hjálpar nú ekki mikið að hafa næstum bara börn á deildinni sem tala ekki. Viktoríu hlakkar líka mikið til að fara til Íslands í des. En hún kemur heim á undan okur eða 11.des. Fer með Stínu vinkonu mömmu og finnst það auðvitað voða spennandi. Þeir sem ekki hafa verið að fylgjast með þá erum við að fara til La Santa á Kanarí 12-19.des. Verðum því barnlaus í vikufríi.

Jæja ætla að halda áfram með myndasíðuna mína. Slóðin er:
http://public.fotki.com/9877

På gensyn
Hrabba

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Setning dagsins:

Dumheden overlever altid. Den er så at sige for dum til at dö.
Jæja reyni aftur..
Er líka í góðu skapi. Vorum að vinna mikilvægan sigur í kvöld gegn Skive. Unnum 29-25, öruggt allan tímann. Unnum líka á sunnudaginn síðasta rosalega dapurt lið. Endaði með 15 marka sigri samt allir voða ósáttir, hefðum átt að vinna með 30. Leikur aftur á laugardaginn og svo tekur landsliðið við. Förum heim á sunnudaginn og svo til Ítalíu á miðvikudaginn næsta. Loksins munum við spila alvöru landsleiki ekki bara æfingaleiki. Mamma og pabbi fara meira að segja með. Það verður frábært að fá þau loksins upp í stúku aftur. Orðið frekar langt síðan þau sáu mig spila handbolta síðast. En svona er að flýja land.
Annars er fínt að frétta héðan. Hanna og Tommi búin að vera í heimsókn og auðvitað frábært að hafa þau. Viktoría saknar þeirra samt mikið. Þau náðu að skoða það helsta: Stínu (Kristianiu), Strikið, Hoppeloppeland (staður fyrir krakka, við notum Viktoríu meira sem afsökun svo að við getum leikið okkur þar) og Århus.
Viktoría var að fá nýja barnapíu sem passaði hana í kvöld. Hún heitir Tina. Það verður gaman að sjá hvað hún heldur það lengi út að horfa á íslenskar videospólur og lesa íslenskar bækur fyrir Viktoríu. Barnið mitt er svo gáfað að ég er alveg viss um að hún geri þetta bara til þess að hlæja af asnalegum íslenskum framburði hennar. Húmoristi hún dóttir mín.....
Annars er nú komin háttatími, fröken Hrafnhildur verður nú að sjá til þess að hún fái nægan svefn.
Bið að heilsa í bili
Kveðja Hrabba

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Ég er brjáluð, var búin að skrifa fullt og tókst að eyða því. Nenni ekki að skrifa aftur...

laugardagur, nóvember 08, 2003

Hvað er málið að geta ekki sofið þegar maður er að deyja úr þreytu. Ég held að ég ætti að fá smá lánað af svefngeninu hennar Hröbbu minnar. Við erum að fara á æfingu núna klukkan hálf átta á laugardagsmorgni og ég sofnaði um tólfleytið en vaknaði klukkan hálf sex og get ekki sofnað aftur þó að mér sé illt í augunum af þreytu. En þeir sem þekkja mig vita nú að þetta er ekkert nýtt fyrir mér, ég er ekki beint þessi týpa sem þarf mikinn svefn og sefur frameftir. Þannig að ég hafði bara ekkert annað að gera en að fara í tölvuna.
Það eru nú ekki miklar gleðifréttir héðan þessa dagana. Í gær kom í ljós að einn af hornamönnunum okkar sem meiddist um daginn í leik er með slitin krossbönd og síðan fór Kristín okkar til læknis og í ljós kom að hún er brotin á ökkla og verður frá allavegana alveg fram yfir jól. Ömurlegt!!! Þannig að sjúkralistinn okkar er alltaf að lengjast.
Eftir æfingu förum við líklega til Herning sem er bær hérna rétt hjá og þar ætlum við að kíkja í búðir og leita af jólagjöfum. Síðan förum við saman út að borða með liðinu og á evrópuleik hjá Skjern. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur í dag.
Á næstu dögum eru síðan nóg að gera í boltanum en á morgun erum við að fara til Århus til að spila á móti Braband, á miðvikudag keppum við á móti Skive og svo á laugardaginn á móti Kollund-Lind Håndbold. Að spila er auðvitað skemmtilegasti hlutinn þannig að ég hlakkar bara til.
En núna ætla ég að gera mig klára fyrir æfingu og ég er farin að hlakka til að sjá hvernig morgunhaninn sjálfur hún Hrafnhildur verður á æfingu.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Jæja það er nú ekki mikið búið að vera að gerast hjá okkur. Síðasta helgi var nú frekar róleg hjá okkur. Inga Fríða, Hanna og Kristín skelltu sér til Árósa á laugardaginn en það var víst verslað eitthvað lítið. Hrabba og co. frestuðu víst sinni ferð og voru bara í Holstebro. Þorvaldur skellti sér í heimsókn til kunningja síns í Ódense og ég var bara heima að vinna og auðvitað að baka þessa fínu súkkulaðiköku. Á laugardagskvöldið fengum ég og Kristín okkur Pizzu og leigðum okkur algjöra stelpuspólu.
Í kvöld var síðan leikur hjá strákunum á móti GOG og á undan var öllum stelpunum í liðinu boðið upp á mat sem Hrabba verður að segja frá hvernig smakkaðist því að ég var auðvitað að vinna. En strákarnir unnu leikinn nokkuð sannfærandi. Það lítur út fyrir að ég sé alltaf að vinna en svoleiðis er það nú ekki. Ég er bara að vinna á svo fáránlegum tímum og ég er farin að óska eftir vinnu sem er bara með fasta tíma t.d. frá átta til tvö eða þrjú.
Næsta laugardag býður einn aðalsponsor liðsins öllu karla- og kvennaliðinu ásamt mökum út að borða í hádeginu og eftir á evrópuleik hjá Skjern. Það verður vonandi skemmtilegt. Bróðir hennar Kristínar kemur síðan um helgina svo að núna þarf hún ekki að vera lengur ein þar sem hann Steini stakk okkur af. Í næstu viku koma foreldrar hennar síðan líka í heimsókn.
Nú verð ég að fara að drífa mig í háttinn en bið að heilsa heim.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?