<$BlogRSDUrl$>

Vores hjemmeside

miðvikudagur, desember 31, 2003

Fannst kominn tími á nokkrar línur...
Það er búið að vera smá tölvuvandræði hérna hjá mér.. Ég má nú bara ekki koma nálægt tölvu þá fer bara allt í steik.. � fyrsta skipti sem ég kveikti á tölvunni hjá tengdó þá fór bara allt í steik.. En það er búið að redda þessu og ég er nánast undir eftirliti meðan ég sit við tölvuna.
Annars er búið að vera fjör hjá okkur í desember. Vorum eins og flestir vita, sem skoða þessa síðu, á Kanarí í viku og það var algjör snilld. Æðislegt veður og frábær staður. Ég, Viktor og Þorvaldur fórum í seglbrettakennslu. Get ekki alveg sagt að ég hafi verið að gera góða hluti á brettinu, var ekki alveg að skilja í hvaða átt ég var að fara. En gaman að prófa þetta engu að síður..
Ég var nú aldrei búin að skrifa um merkasta atburð mánaðarins en það vildi svo skemmtilega til að hann Viktor minn renndi sér niður á skeljarnar þann 9.des eða þegar við �slendingarnir héldum litlu jólin heima hjá Kristínu og Steina.. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu og hlakka mikið til að fara í prinsessukjólinn með henni Viktoríu minni. Ég verð að skrifa meira um þetta seinna en ég er eitthvað svo tóm núna að ég get ómögulega skrifað meir..
Ég mun láta heyra frá mér fljótlega aftur.
Kveðja
Hrabba

miðvikudagur, desember 24, 2003

Jæja núna erum við komnar alla leið heim til Íslands. Það er búið að vera nóg að gera hérna heima í jólastressinu þannig að það hefur ekki gefist tími til að skrifa. Það var rosalega fínt á Kanarí og veðrið var ótrúlega gott, ca. 26° í skugga. Við komum síðan heim til danmerkur á síðastliðinn föstudag og þegar við vorum á flugvellinum að ná í töskurnar okkar þá kom ekki taskan okkar Þorvaldar og starfsmennirnir höfðu ekki hugmynd um hvar hún væri. Við vorum auðvitað ekkert smá fúl og þetta var frekar ömurlegt því að við vorum að fara að leggja af stað morguninn eftir klukkan tíu til Köben því að við áttum flug þaðan á sunnudeginum heim til Íslands. Á laugardagsmorgninum pökkuðum við einhverjum fötum og keyrðum með Hröbbu og Viktori til Köben. Laugardeginum var síðan eytt á strikinu en því miður vorum við hjónin ekkert rosalega hress því taskan okkar var ekki ennþá komin í leitirnar. Allavegana vona ég ekki að það hafi verið ólíft með okkur í Köben. En um kvöldið fréttum við að taskan væri komin í leitirnar en hún skrapp víst bara í eitthvað smá aukaferðalag. Svo í morgun var hringt á dyrabjölluna og hvað haldið þið, taskan var bara komin til landsins og kom með leigubíl alveg upp að dyrum. Það var allavegana mikill fögnuður á heimilinu. Núna er allt á fullu hérna heima og það er víst komið að mér að fara í sturtu. En allavegana óska ég og Þorvaldur öllum okkar vinum og ættingjum GLEÐILEGRA JÓLA.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Bara 3 DAGAR i Kanari. Thad er eins gott ad thad verdi einhver sol. Steini hennar Kristinar kom heim sidasta sunnudag og voru allir rosalega gladir ad sja hann. I kvøld ætlum vid Islendingarnir sidan ad halda litlu jolin. A bodstolnum verdur hamborgarahryggur og heimatilbuinn is i eftirmat. Ekkert sma girnilegt. Vid ætlum sidan ad skiptast a gjøfum en vid skrifudum nøfn allra a mida og svo var dregid og eg a ad gefa honum Steina pakka. A fimmtudaginn eigum vid sidan ad keppa sidasta leikinn okkar fyrir jol. Vid komum heim fra Kanari 19.des og 20.des er sidan jolahladbord hja karla og kvennalidinu saman og ørugglega rosalegt fylleri. Eg og Thorvaldur ætlum ad skella okkur a thad en vid førum sidan heim daginn eftir og thurfum ad keyra til Køben eldsnemma um morguninn.
Annars er vodalega litid ad fretta hedan. Thad er ad vanda ekki mikid ad gera hja mer i vinnunni thannig ad eg er adallega bara ad skoda eitthvad a netinu. Vid latum nu vonandi heyra i okkur adur en vid førum.
Bless bless

sunnudagur, desember 07, 2003

Hér er einn af vef Þórs á Akureyri:

Winston Churchill var vitur maður og orðheppin mjög, eitt sinn reyndu
félagar hans að fá hann til að stunda golf, þeir sögðu það bæði hollt og
gáfulegt og göfuga íþrótt. En Winston Churchill var á öðru máli hann sagði
"Golf er fáránleg íþrótt menn nota allt of litla kúlu sem þeir reyna að slá
með allt of lítilli kylfu ofan í allt of litla holu og síðan eyðileggja þeir
góðan göngutúr með því að draga á eftir sér níðþungan poka fullan af
kylfurusli"
Setning dagsins:

Chancer er ikke noget man får, chancer er noget man tager.
Jæja. Komin tími á að ég skrifi eitthvað..
Vorum að spila á móti Skjern í dag. Unnum 31-26. Við Íslendingarnir gerðum okkur lítið fyrir og skoruðum 20 af þessum 31. Byrjuðum skelfilega en tókum svo bara á því í seinni hálfleik og sigldum fram úr.. Nú eigum við bara einn leik eftir sem er á fimmtudaginn og svo er það bara Kanarí, jíbbí...... Var einmitt að spá í hvar bikiníin eru... Það er eins gott að við verðum heppin með veður..
Annars eru nú helstu tíðindi dagsins þau að Helgan okkar gerði sér lítið fyrir óg labbaði á ljósastaur fyrir leikinn í dag.. Brjálæðislega fyndið.. Vorum í göngutúr fyrir leikinn, allt liðið og svo allt í einu glumdi svona í einum ljósastaurnum og Helga hélt fyrir ennið á sér.. Hélt að hún væri að gera gamla ljósastauratrixið en svo var nú aldeilis ekki.. Líðan hennar er samt góð eftir atvikum...
Viktorían okkar var með gubbupest í gær. Ældi bara og ældi og það voru svo mikil átök að ælan kom líka út um nefið á henni.. Frekar ógeðslegt... Svo sagði greyið barnið bara: Mamma ég vil ekki æla, og var bara brjálæðislega pirruð yfir þessu veseni.. Líðan hennar í dag er bara mjög góð.. Það fer líka aldeilis að styttast í að hún fari heim til Íslands.. Fer á fimmtudaginn með vinkonu mömmu í flugvélina.. Mikil tilhlökkun og við förum með hana til Köben á miðvikudagskvöldið og gistum hjá Davíð og Diljá og förum svo með hana á flugvöllinn fimmtudagsmorgun..
Það varð stórslys í Danmörku í dag.. Kvennaliðið féll úr keppni á HM í handbolta í dag.. Fyrsta skipti í mjög mörg ár sem þær komast ekki áfram.. Mikið skúffelsi hér í landi... Reyndar eru rosalega margir leikmenn meiddir en samt sem áður.... Þær kepptu við Ungverja í dag og þurftu að vinna en töpuðu með heilum 10 mörkum.. Hornamennirnir brenndu ekki nema 18 færum, og nánast allt dauðafæri. Markmaðurinn hjá Ungverjum var með yfir 60% markvörslu... En það kemur víst mót eftir þetta mót og þær fá þá allavega að vera með á stórmótunum, það er nú annað en sumir....
Jæja verð að fara að koma mér í háttinn...
Hilsen
Hrabba

föstudagur, desember 05, 2003

Thad fer odum ad styttast i Kanari, bara 7 DAGAR. Her getid thid skodad stadinn sem vid erum ad fara a.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Ef þið viljið fylgjast betur með HM kvenna þá getið þið farið á þessa síðu en þar koma úrslitin jafnóðum, statistikk úr hverjum leik og margt annað.

þriðjudagur, desember 02, 2003

Þá er maður komin heim eftir að hafa náð sér í tvö stig. Við unnum með 9 mörkum en settum okkur markmið að vinna með 12 og höfðum alveg tækifæri á að ná því, en því miður gekk það ekki upp.
Ég var að klára að horfa á rosa spennandi leik á milli Danmerkur og Þýskalands á HM en hann endaði með jafntefli, 20 - 20. Síðan voru fleiri leikir í dag sem fóru:
Slóvenía - Kína 34 - 26
Fílabeinsströndin - Ungverjaland 25 - 43
Rússland - Suður-Kórea 28 - 27
Noregur - Úkraína 29 - 30
Tékkland - Uruguay 47 - 16
Austurríki - Angóla 29 - 19
Japan - Túnis 30 - 24
Rúmenía - Argentína 43 - 13
Á eftir á svo að sýna leik Frakklands og Spánar og mig langar ekki til að vita úrslitin fyrirfram þannig að ég ætla ekki að kíkja á úrslitin úr A - riðli. Ég skrifa þau bara inn seinna.
Svo má ég ekki gleyma aðalkjaftasögunni í Danmörku en hún er sú að þjálfari Ikast/bording hafi haldið framhjá konu sinni með Karin Mortensen markmanni danska landsliðsins en hún spilar með Ikast/Bording. Þjálfarinn ætlar síðan víst að skipta um lið næsta vetur og fara að þjálfa Aalborg.

mánudagur, desember 01, 2003

Jæja tha er ein ønnur vinnuvika ad byrja. Vid eigum okkar fyrsta leik eftir landslidsferdina a morgun en tha keppum vid a moti Mønsted Sparkær IF. Harpa Vifils og felagar i BK Ydum unnu storsigur i gær a Albertslund IF 17-33 en Soley og co. i Rødovre tøpudu fyrir BK Roar 21-19.
Eg og karlinn forum til Århus a laugardaginn til ad klara ad kaupa jolagjafirnar. Eg keypti thvi midur bara 1/2 jolagjøf en karlinn klaradi næstum thvi ad kaupa thær allar. Einnig keypti hann ser jakkfot, gallabuxur og peysu. Eg verd vist ad skella mer i bæinn herna i Holstebro og kaupa restina af jolagjofunum einhverntiman i vikunni. I næstu viku ætlum vid Islendingarnir ad halda litlu jolin og fa okkur eitthvad gott ad borda og skiptast a gjøfum.
Karlinn minn og vinir hans i Laugaraskvartettinum fengu styrk um daginn til ad fara i tonleikaferd til Bandarikjanna i februar. Ekki slæmt thad!! Thannig ad eg verd yfirgefin i januar thvi karlinn ætlar tha ad vinna heima a Islandi og eitthvad fram yfir midjan februar. Eg auglysi thar med heimsoknum til min i jan eda feb.
A morgun er sidan HM ad byrja hja konunum og Danmørk a ad spila opnunarleik a moti Thyskalandi. Thad eru 24 lid sem keppa a motinu og er skipt i fjora ridla.
A - ridill: Frakkland, Serbia & Montenegro, Kroatia, Spann, Brasilia og Astralia.
B - ridill: Russland, Tekkland, Austurriki, Sudur-Korea, Angola og Uruguay.
C - ridill: Noregur, Rumenia, Kazakstan, Ukraina, Tunis og Argentina.
D - ridill: Danmark, Ungverjaland, Slovenia, Thyskaland, Kina og Filabeinsstrøndin.
Sidan fara 3 efstu lidin ur hverjum ridli afram i urslit. Vid skulum reyna ad skrifa eitthvad um keppnina herna a sidunni ef vid nennum.
En eg verd ad hætta nuna thvi ad eg verd ad reyna ad vinna eitthvad.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?