<$BlogRSDUrl$>

Vores hjemmeside

föstudagur, janúar 30, 2004

Þetta er nú búinn að vera hálf dapur dagur. Vaknaði við brjáluðu nágrannana mína en þá var karlinn á heimilinu eitthvað leiðinlegur og kerlan búin að henda honum út og löggan var komin á svæðið, ekki í fyrsta skiptið. Það var frí á æfingu hjá okkur og ég var bara að vinna til tólf. Og auðvitað skrópaði einn í tíma hjá mér þannig að ég fékk langa pásu í vinnunni þannig að ég náði að klára að lyfta í morgun. En svo kom ég heim og kerlingin hafði bara ekkert að gera, fór reyndar í smá göngutúr í bænum og náði að afreka það að kaupa mér hummel buxur á útsölu, ekki slæmt sérstaklega þar sem þær eru í víkingslitunum. Seinni partinn þá skrapp ég nú bara aftur í ræktina til að gera eitthvað og hitti þar tvær úr liðinu sem voru að lyfta. Núna er ég bara að elda og ætla síðan að horfa á bráðavaktina.
Ég er búin að vera að reyna að minnka stafina á síðunni en það tekst ekki. Ef þið getið sagt mér hvernig það er gert þá endilega látið mig vita.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Djöfull eru Danirnir góðir. Þeir gjörsamlega sundurspiluðu Svíana áðan eins og þeir gerðu einnig í gær við Rússana. Það verður allavegana mjög erfitt fyrir eitthvað lið að vinna þá núna. En annars var ég að koma heim eftir að hafa verið í mat og horfa á leikinn hjá Ingu Friðu og Hönnu. Það var fajitas á boðstólnum og ekkert smá gott.
Ég var að setja link inn á myndasíðuna hennar Hröbbu og fjölskyldu þannig að þið þurfið bara að klikka á hann og þá sjáið þið fullt af skemmtilegum myndum. Hún var einmitt í nótt að setja inn fullt af myndum fá Las Santas og maður verður hálf niðurbrotinn á að skoða þær því maður var svo brúnn, annað en núna.
Hæ aftur.. Orðin svo dugleg að þið fáið bráðum leið á mér.. En Eivor og Hrabbý allavega ánægðar með mig. Þær hafa ekkert annað að gera.. Var annars að setja inn myndir frá La Santa, 92 stk. takk fyrir þannig að þið ættuð að hafa nóg að gera.. Og takk fyrir myndirnar af snúllunum þínum Hrabbý mín.. Æðislegar myndir..
Annars er búið að vera nóg að gera í dag.. Ég og Inga Fríða tókum okkur til og höfðum bökunardag í dag þar sem hún vinnur bara frá 06.00-08.00 á þriðjudögum og ég í fríi. Við bökuðum skinkuhorn og tebollur. Ótrúlega gott hjá okkur eða það fannst okkur allavega.
Það nýjasta af brúðkaupsmálunum er að mamma og tengdó fóru og skoðuðu annan salinn í dag (tveir sem komu til greina) sá átti að kosta 60.þús. + tappagjald. Það kom svo í ljós í dag að það þurfa að fylgja 4 þjónar með sem eru með 1900 kall á tímann hver þannig að salurinn kostar allt í einu yfir 180 þús. Er fólk að tapa sér, það var búið að tala við helv.... kerlinguna í síma tvisvar sinnum og þá var bara talað um 60. þús.. Það verður þokkalega gefið skít í herfuna... Ég get nú samt glaðst yfir því að í gær fann ég mér skó við kjólinn.. Stílistinn minn (Inga Fríða) á bara eftir að samþykkja þá.. Við förum í bæinn á fimmtudaginn og vonandi verða þeir bara keyptir..
Það er svo aldeilis til frásögu færandi að ég meiddist á æfingu í gær eða reyndar eftir æfingu. Ég var að þrífa harpixið af boltanum mínum með öðrum harpixklumpi, mikil tækni sem ég hef aldrei náð en í gær var ég alveg að ná tökum á þessu og þetta gekk líka svona vel þangað til Kristín sagði við mig; Hrabba hvað er að sjá puttana á þér?? Þá var mín orðin svo æst í harpixinu að ég tók ekki eftir að ég var komin með geðveikt brunasár á löngutöng og baugfingri sem nudduðust svona svakalega við boltann í öllum látunum.. (Harpa og Hafdís meistararnir í þessu eiga eftir að grenja úr hlátri þegar þær komast að þessu).. Það stór sést á mér er örugglega með þriðja stigs brunasár.. Ég hefði nú átt að gera meira grín af Ingu Fríðu og gúrkuvélinni.. Gleymdi nú annars alltaf að segja ykkur að hún komst svo að því stuttu síðar að það er til svona hlíf fyrir puttana svo maður skeri sig ekki... Það gleymdist bara að láta hana vita..
Jæja nú er klukkan orðin 01.38 og aldeilis komin tími til að sofa.. Ég reyni að halda áfram að standa mig í skrifunum.. Bið að heilsa...
Hrabba...

mánudagur, janúar 26, 2004

Kerlingin að reyna að standa sig... Þetta er auðvitað ekkert eðlilegt með mig núna er klukkan 01.01 hjá mér en ég á alltaf svo erfitt með að sofna eftir að hafa spilað.. Mæti svo alltaf freka sybbin í vinnuna á mánudagsmorgnum.. Það er frekar lamað að spila alltaf á sunnudögum.. En meðan við erum alltaf að vinna þá þýðir víst ekki mikið að kvarta. Ég sá að Helga var ekkert að gera neitt mikið úr þessum leik hjá sér en stúlkan okkar stóð sig rosalega vel varði örugglega hátt í 30 bolta. Hún var allavega vel yfir 50% markvörslu.. Við hinar stóðum okkur líka nokkuð vel, skoruðum 18 af þessum 31. Við erum bara að spila mjög vel núna og vonandi verður ekki breyting á því en við eigum að spila við efsta liðið á mánudaginn næsta (liðið sem við töpuðum fyrir í fyrri umferðinni).
Og Hrabbý mín þú ert að standa þig eins og hetja á myndasíðunni minni. Ég er farin að halda að þú hafir alls ekki mikið að gera á daginn þannig að ég var að setja inn fullt af myndum í viðbót fyrir þig og þú mátt setja eins mörg comment og þú vilt.. Go girl....
Helga var nú búinn að segja ykkur frá húsgagnaferðinni.. Ég er nú alveg ótrúleg eða eiginlega er IKEA bara ótrúleg búð... Það er svo auðvelt að kaupa fullt af einhverju dóti og svo er maður allt í einu bara við kassann að borga fullt af peningum.. 30.000 kall fór á þessum laugardagsrúnti... Ég er snillingur... Og samt var Viktor með sem er nú ágætur í að bremsa mig af..
Annars er ekki mikið að gerast í brúðkaupsstússinu núna, mamma og tengdó eru að kíkja á sali fyrir mig.. Verðum vonandi búin að velja salinn á morgun eða hinn.. Annars er ég bara að fiska eftir hugmyndum hjá reynsluboltum eins og t.d henni Sóley minni sem gifti sig í fyrra.. Alltaf gott að eiga góða að..
Jæja ég má ekki skrifa of mikið því þá verð ég uppiskroppa með umræðuefni fyrir næstu daga.. Einmitt.... Bið að heilsa í bili..
Hilsen
Hrabba

sunnudagur, janúar 25, 2004

Tvö stig í viðbót!!! Unnum gamla liðið hennar Kristínar í dag 18-31 og við höldum þar með öðru sætinu. Næsti leikur okkar er síðan á móti toppliðinu og fer hann fram á mánudaginn 2.feb. Ég veit ekki markaskorunina, Hrabba reddar því kannski. Svo var hann pabbi minn að kvarta yfir því að ég skrifaði aldrei hvernig mér gengi í leikjunum en svona bara fyrir pabba þá gekk mér bara mjög vel en ég er ekki með á hreinu hvað marga bolta ég tók. Svo voru Harpa Vífils og Sóley einnig að vinna í dag. Til hamingju með það stúlkur!!!
Var áðan að horfa á Dani vinna Spánverja og eru því komnir áfram. Svo er ég núna að horfa, með öðru auganu, á Króatíu-Portúgal. Það er allavegana ekki hægt að kvarta yfir því að það sé ekki sýnt frá EM hérna.
Í húsgagnaleiðangrinum í gær náðu Hrabba og Viktor að kaupa sér hillur í stofuna og allskonar smáhluti. Ég var nú ekki mikið að strauja, en keypti þó tvo myndaramma í IKEA. Þegar við komum síðan heim þá buðu Hrabba og fjölskylda mér í pulsur og heimalagaða kartöflumús sem er uppáhaldið mitt núna.
Það er búið að vera eitthvað rugl á e-mailinu mínu undanfarið og það er alltaf að yfirfyllast af einhverju rusli og það hafa sumir verið að senda mér póst en ég hef ekki fengið hann. Ég held allavegana að ég sé búin að koma þessu í lag, þannig að þið getið sent mér eitthvað skemmtilegt.

laugardagur, janúar 24, 2004

Nei, nei er kerlingin komin aftur, við erum búin að sakna þín.
Jæja jæja...
Ég er ennþá á lífi.. Er búin að standa mig hræðilega á blogginu upp á síðkastið en ég hef nóg að gera þessa dagana.. Kerlingin bara búin að ákveða að gifta sig og er aldeilis byrjuð að plana.. Er meira að segja búin að kaupa kjólinn.. Ætlaði nú bara aðeins að kíkja í eina búð með stílistann minn hana Ingu Fríðu með mér. Og viti menn fimmti kjóllinn sem ég mátaði var bara merktur mér. Það var bara ekki annað hægt en að kaupa hann.. Viktor í smá sjokki yfir buddunni en svona er þetta nú bara með mig, á svo mikið af peningum að ég veit ekkert hvað ég á að gera við þetta allt saman, einmitt.... Þannig að kjóllinn er klár, kirkjan, presturinn og svo eru tveir salir sem við eigum eftir að velja á milli. Svo er ég auðvitað bara dugleg að dreifa verkefnum niður á vini og ættingja. Drífa systir er á fullu að plana brúðkaupsnóttina en við ætlum ekkert að fá að vita fyrr en eftir veisluna.. Rómantíska systir mín á ekki eftir að klikka á þessu.. Tengdó er búinn að gera mikið grín að mér með hversu mikið ég get snúist í kringum þetta og planað þegar það er algjörlega vonlaust að endurnýja eitt ökuskírteini því það er svo mikið vesen.... En svona er ég víst.. Ég get nú bara notað eina af brúðkaupsmyndunum í skírteinið, læt taka eina passa í leiðinni.
Þetta er nú meira ruglið, loksins þegar ég ákveð að blogga þá er klukkan 2.21 eftir miðnætti. Ég verð nú að fara í háttinn. Er að fara í húsgagnaferð á morgun með Viktori og Helgu. Lofa að vera duglegri... En annars er búið að vera brjálað að gera hjá mér í að uppfæra myndasíðuna mína. Það eru komnar fullt af nýjum myndum og þið verðið endilega að kíkja. Myndir úr afmælinu hennar Viktoríu (að ósk Hrabbýjar) og allar jólamyndirnar. Slóðin er http://public.fotki.com/9877 Muna að skrifa í gestabókina og svo getið þið líka skrifað comment (aðeins fyrir skemmtilegt og jákvætt fólk). Ég vil benda á að mín myndasíða er ekki myndasíðan sem er linkað á hér á síðunni, það er önnur þannig að fyrir ykkur sem ekki hafið enn komist inn á síðuna mína takið vel eftir slóðinni sem stendur hér fyrir ofan..
Bless í bili
Hrabba

föstudagur, janúar 23, 2004

Núna loksins er EM byrjað í handboltanum en maður er búin að bíða spennt eftir þessu í janúar. Það versta er að við sjáum enga leiki með Íslandi en nóg er þó sýnt af leikjum Dana, Svíja og annarra þjóða. Þó að það hafi nú ekki gengið eins vel og við vonuðumst til í gær þá hef ég nú trú á körlunum að þeir taki þetta í dag. Svo vonar maður auðvitað að Dönum gangi vel.
Ég var að spjalla við Guðrúnu Drífu áðan á MSN og hún er að fara að halda partý fyrir "gömlu" víkingsstelpurnar í byrjun febrúar og það á sko eftir að vera gaman. Ég hef aldrei upplifað eins skemmtileg partý og voru síðustu 3 ár í Víking, eintómt stuð. Reyndar voru alltaf mjög skemmtileg partý í Noregi þegar ég og Hrabba spiluðum þar enda Hrabba alger stuðbolti. Hérna úti er búið að vera mjög lítið um partý því að við erum næstum alltaf að spila á sunnudögum og fáar fríhelgar, frekar dapurt.
Núna klukkan þrjú er ég að fara á æfingu og eftir hana förum við að lyfta. Síðan er "Habbas madklub" í kvöld en það er matarklúbbur hjá liðinu sem Hrabba stofnaði og hópnum er skipt í yngri og eldri og í kvöld eiga yngri að elda mat fyrir okkur eldri. Eins gott að það verði eitthvað gott.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Jæja þá er maður komin heim eftir langan vinnudag. Það ætla allir greinilega að komast í bikiníið eða getið verið ber að ofan í sumar því það er orðið stútfullt í ræktinni. En það er nú ekkert nema gott þegar maður hefur nóg að gera, allavegana skárra en að hanga og gera ekki neitt. Á laugardaginn er víst húsgagnaferð hjá okkur Íslendingunum en farið verður í IKEA í Árósum og einhverjar aðrar. Kannski maður geti fundið sér eitthvað fallegt í íbúðina. Okkur langar allavegana í sófaborð og borðstofuborð. Svo fer að líða að afmælunum okkar þannig að við vorum búin að pæla í að kaupa eitthvað fallegt í íbúðina handa okkur.
Ég er að reyna að þrýsta á mömmu og pabba til að koma í heimsókn um páskana því að þau ætluðu fyrst að koma í október en komust ekki. Ég veit allavegana að foreldrar Viktors og mamma Ingu Fríðu og Andri koma í heimsókn um páskana. Þannig að mér finnst það hálfgert svindl ef engin kemur í heimsókn til okkar.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Við bættum við okkur tveimur stigum í dag með því að vinna KLG með heilum 20 mörkum. Ég er því miður ekki með á hreinu hvernig markaskorunin var. Þannig að við höldum öðru sætinu og erum fjórum stigum á eftir Team Esbjerg.
Í gær komu Inga Fríða, Hanna, Kristín og Steini í heimsókn til að prófa nýja sófann og síðan horfðum við á Danmörk - Svíþjóð. Ég ætlaði að vera voðalega mikil húsmóðir og baka köku handa þeim en því miður gekk það ekki alveg upp. Ég held að ég versni með hverju árinu í bökunargerðinni en ég ætla nú samt ekki að gefast upp. En ég bjargaði mér fyrir horn með því að skreppa út í bakarí og kaupa köku þar. Eftir heimsóknina buðu Kristín og Steini mér síðan í heimalagaða pizzu sem var auðvitað alveg gómsæt.

laugardagur, janúar 17, 2004

Það er orðið svo fínt í stofunni minni en í gær fékk ég nýjan sófann okkar sem við keyptum hjá aðalsponsor liðsins. Sófinn er engin smásmíði og ég var svo heppin að Steini, Viktor og Inga Fríða hjálpuðu mér að koma sófanum upp í íbúð. Reyndar voru ég og Inga Fríða að styðja strákana andlega þar sem "lyftitæknin" okkar er ekki sú besta.
Í gær vorum við á æfingu og eftir hana var einhver íþróttadagur í holstebro og höllin full af börnum. Við þurftum að hanga þar allan daginn og svo klukkan átta í gærkveldi spiluðum við handbolta við fótbolaliðið hérna og á undan okkur spiluðu strákarnir blak við blakstelpurnar. Rosalegt stuð!!! Eftir leikinn komu svo Hrabba, Viktoría og Viktor í heimsókn til mín og Viktor hjálpaði mér að setja fæturnar undir sófann og setja hann á sinn stað.
Í dag er líklega bara afslöppunardagur hjá flestum hérna í Holstebro nema Hrabba og fjölskylda eru að fara í heimsókn til vina sinna í Horsens.
Annars er lítið að frétta en ég ætla að þakka þeim sem hjálpuðu mér með sófann innilega fyrir það.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Ég er gjörsamlega að morkna hérna heima. Var líka veik í dag en ég held að ég komist nú alveg í vinnuna á morgun. Allur dagurinn hefur farið í það að horfa á sjónvarpið og því miður var ekkert spennandi þar, nema ein þáttur sem ég er dottinn inn í og hann heitir "America´s next Top model". Það er nú frekar grátlegt að vera hooked á þessum þætti. Það skemmtilegast við hann er að fylgjast með hvernig þessar stelpur láta, sumar eru þvílíkar prímadonnur að hálfa væri nóg en sem betur fer eru aðrar "eðlilegar".
Svo hef ég verið að pæla í því að skella mér í bíó og það er verið að sýna mynd sem heitir Calender girl´s (örugglega ekta stelpumynd) og S.W.A.T. en ég veit ekkert hvort að þær eru eitthvað góðar. Ef þið hafið séð þær eða aðra hvora þá megið þið alveg láta mig vita hvernig þær eru.
En annars lítið að gerast hjá mér, það er spurning hvort eitthvað skemmtilegt sé að gerast hjá systrum mínum hhhmmmmm......

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Ég gleymdi að nefna áðan að það er nóg að gera í brúðkaupsundirbúningi þessa dagana enda eru Hrabba og Viktor og síðan Kristín og Steini að fara að gifta sig í sumar. Stelpurnar eru á fullu að leita að brúðarkjólum og ég get auðvitað ekki beðið eftir að sjá þær í kjólunum.
Þessi dagur byrjaði nú ekkert sérstaklega hjá mér. Ég svaf voðalega lítið í nótt því að ég var gjörsamlega að kafna úr kvefi og leið heldur ekkert sérstaklega vel í morgun. Kerlingin er semsagt orðin veik og ég hangi núna bara heima upp í sófa og er að horfa á mjög fræðandi þátt með Rikki Lake. En þessi morgun er samt langt frá því búinn að vera alslæmur því að áðan var bankað á dyrnar hjá mér og vitið hvað þar var mættur póstmaður með kassann minn. Þannig að núna get ég slappað af loksins.
Var að sjá á netinu að ÍBV er að fara að keppa tvo Evrópuleiki um helgina á móti Búlgörsku liði. Það verður mjög gaman að sjá hvernig þeir leikir fara. Allavega vona ég að þeim gangi vel og þá sérstaklega Guðbjörgu. Áfram Guðbjörg!!! Um síðustu helgi var gamla liðið mitt, Eslöv, að keppa Evrópuleik á móti GOG en þær töpuðu með 10 mörkum. En næstu helgi verður leikur tvö og vonandi gengur mínu gamla liði betur þá.
En eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er lítið að gera hjá mér þegar ég er ein í kotinu og hef lítið annað að gera en að skrifa á netið. En ég vona nú að "systur" mínar fari nú að vera aðeins duglegri við skriftina.
Kveðja

sunnudagur, janúar 11, 2004

Var í þessu að spjalla við mömmu og hún var að segja mér að á fimmtudagskvöldið þá heyrði pabbi minn eitthvað þrusk í garðinum og kíkti út. Þá birtust skyndilega tveir lögreglumenn í garðinum þeirra og spurðu hvort að hann hafi orðið var við eitthvað og þá sagði pabbi að hann hafði heyrt eitthvað þrusk undir stiganum sem liggur út í garð. Lögreglumennirnir kíktu undir og drógu undan stiganum, með látum, einhvern strák og handjárnuðu hann á staðnum. Mömmu og pabba var skiljanlega mjög brugðið og áttu mjög erfitt með svefn þá nóttina. Það er greinilegt ekki öruggt lengur að búa í Ásgarðinum.
Jæja þá eru önnur tvö stig í höfn. Vorum að vinna botnliði með 13 mörkum (28-15). Hrabba skoraði 4 mörk, Hanna þrjú, Kristín 4 og Inga Fríða 2-3 (held ég). Það var frábært að sjá Kristínu spila aftur og ekki skemmdi fyrir að hún spilaði rosalega vel. Þannig að við höldum öðru sætinu í bili.
Strax eftir leikinn fór allt liðið í afmælisveislu til Viktoríu og þar fylltu allir sig af pizzum og gómsætum kökum. Prinsessan fékk fullt af gjöfum og þar á meðal snyrtiborð með allskonar snyrtidóti sem henni þótti ekki leiðinlegt.
Annars hefur lítið annað skeð hérna.
Kveðja
Helga

laugardagur, janúar 10, 2004

Var að setja inn nýja heimasíðu og þar eru komnar inn myndir úr survivor ferðinni okkar. Vona að mér gangi betur með þessa síðu en þá síðustu. Endilega kíkið.
Ég var að bæta tveimur nýjum linkum inn á síðuna. Það er annarsvegar linkur á heimasíðu Hörpu og Árna sem eru hérna í Danmörku. Og hinsvegar á síðuna hennar Steinunnar Bjarnar sem spilaði með mér í Víking en er núna í KA. Endilega kíkið!!
Skemmtileg frétt á sportinu. Frábært að HSÍ skuli fá svona mikinn pening sem er bara gott fyrir handboltann, það er að segja karlaboltann.

föstudagur, janúar 09, 2004

Jæja þá er kassinn minn formlega týndur. Ég er ekki alveg að fíla það enda búin að fá nóg af því að dótinu mínu sé týnt. Í síðasta mánuði var það ferðataskan og nú kassinn minn. Mér væri nokk sama ef það væri ekkert merkilegt í kassanum en í honum eru eitthvað af jólagjöfunum mínum, jólafötin og fullt að öðrum fötum. Ööööömmmuuurrrllleeeggggttt. Ég held að það verði ekki gaman að umgangast mig í dag.
Kveðja
Helga fúla

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Sæl
Þá er maður komin aftur heim. Það er nú voða notalegt en frekar tómlegt þar sem hann Þorvaldur kemur ekki fyrr en í febrúar. Við erum auðvitað byrjaðar að æfa á fullu og eigum okkar fyrsta leik eftir jól á sunnudaginn. Kristín er öll að koma til og er farin að æfa með okkur. Hún fer semsagt ekki í uppskurð og á bara að byrja hægt og rólega aftur. Við vonum auðvitað að hún spili brátt með okkur.
Var að fá í dag kassa sem hún mamma mín sendi með eitthvað af jólagjöfunum mínum og svo nóg af Cheeriosi en það fæst ekki hérna. Ég átti reyndar að fá tvo kassa þannig að ég vona allavegana ekki að hinn kassinn sé týndur, þó að það væri týpískt. Síðan var Kristín að segja mér að hún skrapp niður í geymsluna sína um daginn og þá var búið að taka allt úr henni. Hún fékk auðskiljanlega sjokk og hringdi í húsvörðinn og þá kom í ljós að þeir voru að tæma eina geymslu en tæmdu óvart vitlausa. Og ekkert að láta vita af því!!!
Annars hef ég voðalega lítið að segja og ætla því bara að kveðja.

sunnudagur, janúar 04, 2004

Jæja ,,stórfréttir"...
Vorum með liðinu okkar í julefrokost í gær. Haldiði að það hafi ekki verið karoke-keppni. Og ekki nóg með það við Íslendingarnir ákváðum að hafa eitt lið skipað mér, Viktori, Kristínu, Steina, Helgu, Aroni og Huldu. Við létum nú bara sleppa undirspilinu og tókum svo ,,Det var brennivin i flasken da vi kom" (ótrúlegt en satt þá er það lag sem Danir þekkja ekki) og viti menn við urðum í öðru sæti af 14 liðum. Einn stærsti sigur minn til þessa. Geri mér fullkomlega grein fyrir að ég mun seint vinna svona keppni... En það var annars rosa fjör þarna, meiriháttar matur og frítt að drekka fyrir alla.. Sumir nýttu sér það full vel. Margir orðnir mjög skrautlegir og aðrir ógeðslegir. En við Íslendingarnir vorum auðvitað bara hress.
Á morgun verður svo prinsessan mín 3ja ára. Hennar bíða margir pakkar þannig að hún á eftir að vera kát á morgun.
Bið að heilsa í bili..
Kveðja Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?