<$BlogRSDUrl$>

Vores hjemmeside

þriðjudagur, mars 30, 2004

Þá er ég komin aftur er búin að vera frekar löt eftir flotta innkomu.. Enn ég er búin að vera frekar svekkt síðustu daga, málið var að ég var búin að kaupa sófa eins og allir íslendingarnir hér, voða glöð en svo kemur hann ekki fyrr en 21 maí og þá verður maður bara farin heim, ekki það að ein sem vinnur með mér sem hefur aldrei farið í flugvél og ferðast lítið fannst þetta nú lítið mál þar sem Orla og Sanne, (yfirhjónin) færu í brúðkaupið hjá Hröbbu og Viktori og gætu bara tekið þetta með. "Einmitt" þótt þau séu stór um sig þá taka þau kannski ekki heilt sófasett undir hendina í flug... Þannig að þetta er hið versta mál því ég sé náttúrulega ekkert annað sem mig langar í , típískt... Andri minn kemur eftir 4 daga, er orðin frekar spennt, einnig koma mamma, mamma Hönnu, systir og bróðir, svo það verður nóg að gera og mikið fjör á heimilinu.. Þannig að það er kannski best að ég fari að gera eitthvað t.d. að búa til ís, þá verður Andri sáttur við mömmu sína, ég er nefnilega heppnari en Helga með það, að það er fínt fristihólf hér svo það er hægt að gera páskainnkaupin og setja í frysti, ótrúlega hagsýn.. Bið að heilsa í bili..

mánudagur, mars 29, 2004

Var að setja inn myndir sem við tókum af okkur eftir síðasta deildarleikinn. Svo ætla ég að minna á það að núna er tveggja tíma mismunur á Íslandi og hérna.
Kerlingin er ekki alveg í stuði í skrifunum þessa dagana en ég verð nú að láta eina snilldarsögu flakka. Reyndar svolítið síðan að þetta gerðist. En þannig var nú það: Við vorum að keppa útileik og Viktoría var eins og oftast með Steina og Þorvaldi upp í stúku. Hún sat ofan á lærunum á Steina og var í þeim skemmtilega leik sem afi hennar kenndi henni. Virkar þannig að hún tosar í eyrun á Steina og við það rekur hann út tunguna. Eftir nokkur skipti tekur leikurinn óvænta stefnu þar sem Viktoría rekur út úr sér tunguna og í tunguna á Steina og segir svo á eftir; Nú erum við kærustupar... Veit ekki hvernig í ósköpunum hún fattaði upp á þessu en hún á eftir að byrja fyrr í strákastússinu en mamma sín. Algjör snillingur.. Kristín auðvitað ekki sátt en hún er öll að koma til aftur..
Annars var hún að eignast nýja vinkonu og það er bara rosaleg hamingja á heimilinu. Verst að nú vill hún bara leika við hana. Okkar nærveru er ekkert sérstaklega óskað...
Skrifa meira seinna, kominn tími á hádegislúrinn.....
Kveðja
Hrabba
Jæja við bættum við okkur tveimur stigum í dag en þau höfðu svo sem engin áhrif á stöðuna okkar í deildinni. Þannig að núna er deildarkeppninni lokið og framundan eru leikir á móti Ydum þar sem við þurfum að vinna tvo leiki til að komast áfram og spila um sæti í úrvalsdeildinni. En svo var verið að setja á bikarleikinn okkar sem verður 5.apríl á móti úrvalsdeildarliðinu Horsens og það verður án efa mjög gaman. Leikurinn í dag var sérstakur að því leyti að markmaðurinn sem ég spila með var að spila sinn síðasta leik með liðinu þar sem hún er að flytja heim til Noregs og byrja í nýrri vinnu. En aðalástæðan fyrir því að hún er að hætta er að hún hefur verið í vetur með allt of háan blóðþrýsting og hefur verið á lyfjum og núna á að reyna að minnka lyfjainntökuna og hún má ekki æfa á meðan. Í staðin fyrir hana kemur líklega inn einn af ungu markmönnunum í liðinu en hún og einn annar markmaður í liðinu okkar voru valdar í 19 ára landsliðið og eru að fara að keppa á Íslandi um páskana.
Annars er voðalega lítið að frétta nema það að ég er á fullu að reyna að finna vinnu í sumar en það er ekki að ganga og ég er farin að vera ansi svartsýn og ég veit bara ekki hvað ég á að gera ef ég finn enga vinnu.
Við skötuhjúin ætluðum að skella okkur í heimsókn til Hröbbu og co og kannski taka nokkrar gúrkur en við steinsofnuðum í sófanum og ég vaknaði ekki fyrr en um ellefu en karlinn sefur ennþá. Og svo núna get ég ekki sofnað. Þannig að við verðum að finna eitthvað annað kvöld til að taka HM í gúrku.
Núna fer að líða að því að fjölskyldur okkar holstebrosystra komi í heimsókn og það er allt komið á fullt í skipulagningu. Ég og Valdi ætlum að skella okkur til Köben og taka á móti múttu og pabba 7.apríl og við munum eyða öllum deginum í Köben og sofa eina nótt en síðan verður keyrt til Holstebro á skírdag og páskunum eytt þar. Það versta er að við eigum án efa einn minnsta ísskápinn í bænum og engan frysti þannig að það verður eitthvað vesen að versla inn og geyma páskamatinn. En svo rakst ég á þetta fína tilboð á frysti og við erum að pæla í því að skella okkur bara á hann enda höfum við verið að tala um það í allan vetur að við þyrftum að fara að kaupa okkur svoleiðis.
En núna ætla ég að reyna að fara að sofa og hætta þessari vitleysu. Góða nótt.......

fimmtudagur, mars 25, 2004

Gleymdi einu en ég var að frétta að hún Helga Birna og Þórhallur eignuðust litla handboltastelpu í gær. TIL HAMINGJU !!!
Til hamingju með daginn pabbi minn. Karlinn er bara orðinn 53 ára gamall, ekki slæmt. Ég og Valdi gáfum honum og mömmu miða á Deep purple tónleikana og hann var auðvitað mjög ánægður með það. Annars er frá því að segja að á æfingu í síðustu viku þá tók hún Hrafnhildur upp á því að skora mark úr skrefinu sem er MJÖÖÖÖÖGGGG langt síðan að hún hefur gert, frekar sorglegt að hún geri það ekki oftar því hún er svo góð í því. En allavegana tók ég eftir því en vitið hvað þegar ég nefndi þetta við hana áðan þá man hún ekki eftir því og það kemur sko á óvart því að hún man vanalega eftir öllu svona. Ég skoraði á hana að ef hún skorar mark á sunnudaginn úr skrefinu þá ætla ég að baka handa henni gómsætu eplakökuna mín. Og að sjálfsögðu tók hún áskorunni. Á morgun eftir æfingu er síðan allt liðið að fara í keilu, síðan út að borða og að lokum er desertboð en þá erum við eldri að bjóða þeim yngri upp á gómsæta deserta. En karlinum mínum ætti ekki að leiðast á meðan þar sem hann er að fara með karlaliðinu í vínsmökkun heima hjá aðalsponsor liðsins og þar á eftir verður líklega heljarinnar partý. Ég er nú hræddur um að ástandið á honum verður eitthvað skrautlegt þegar hann kemur heim.
Hef ekki meira að segja......

miðvikudagur, mars 24, 2004

Loksins get ég bloggað. Ætlaði að vera rosalega dugleg í gær og blogga en það var bara ekki hægt. Núna í augnablikinu sit ég bara heima og er að hjúkra Þorvaldi því að hann er veikur, greyið karlinn. Hann var einnig veikur í gær og ég var svo góð við hann, kom heim í hádeginu og eldaði handa honum pasta og nuddaði hann. Gæti hann verið eitthvað heppnari!!! Ég á ekki að mæta í vinnuna fyrr en tólf í dag en áður en ég fer þangað er ég að fara í vinnuna hennar Kristínar og skoða stóla við nyja borðstofuborðið okkar. Í gær vorum við síðan að lyfta eftir viku pásu og ég get svo svarið það ég á bara erfitt með að hreyfa mig vegna harðsperra. Við erum nefnilega vanar að lyfta einu sinni til tvisvar sinnum í viku allt tímabilið en síðan fengum við vikufrí því að það voru svo margir leikir og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess bara ekki neitt. Ég er allavegana farin að kvíða fyrir lyftingunum sem eru aftur á föstudaginn. Við eigum bara einn leik eftir í deildinn sem er á sunnudaginn og síðan byrjar úrslitakeppnin 18.apríl þar sem við eigum að mæta Hörpu Vífils. Reyndar misstum við heimaleikjaréttinn með því að lenda í þriðja sæti og þurfum því að byrja á því að fara til Köben. En það ætti svo sem ekki að skipta máli fyrir okkur þar sem okkur gengur alltaf betur á útivelli. Um daginn var síðan dregið í bikarnum og við lenntum á móti úrvalsdeildarliðinu Horsens og þess má geta að sænska landsliðskonan Åsa Erikson spilar með þeim en hún er víst eitthvað meidd núna þannig að við verðum endilega að fara að drífa í því að spila á móti þeim.
En núna nenni ég ekki að skrifa meira. Hafið það gott......

sunnudagur, mars 21, 2004

Hvað er eiginlega málið með þetta svefnleysi hjá mér. Þeir sem þekkja mig vita það að ég er nú ekki mikið fyrir að sofa út og þarf yfirhöfuð ekki mikinn svefn en ég er nú farin að óska þess að geta aðeins sofið. Ég sofnaði ekki fyrr en hálf fjögur í nótt eftir að hafa verið hjá Hröbbu og Viktori, þar sem ég og Hrabba tókum Viktor og Valda í gegn í partýspilinu (n.b. annað skiptið í röð) og svo vaknaði ég klukkan átta í morgun og gat ekki sofnað aftur. Svo ætlaði ég að leggja mig í dag en ekkert gekk. Og núna er klukkan tvö að nóttu og ég er ekkert þreytt, hvað á ég að gera???
Í dag var annars voða rólegur dagur hérna í Holstebro. Við hittum Kristínu og Steina í ræktinni í morgun og strákarnir skelltu sér í squass og ég og Kristín slógu öll met í fjölda magaæfinga, not!! Þegar ég kom heim vaknaði húsmóðirin í mér og ég skellti í eina Bettý og Kristín og Steini komu í heimsókn og ekki má gleyma að salsasamlokur Valda voru líka á boðstólnum. Reyndr skellti ég einnig í brauð en það tókst ekki betur en svo að ég hefði geta rotað mann og annan með því. Áðan var ég svo hjá Hröbbu og Viktori að horfa á fyrstu 4 þættina í Survivor allstars sem þau fengu sent frá Íslandi og auðvitað var nartað í íslenskt sælgæti á meðan.
Á morgun eru strákarnir að pæla í að skella sér á fótboltaleik í Esbjerg ef veður leyfir og ætli við stúlkurnar njótum þess ekki bara að vera einar heima. Eitt er víst að maður getur legið eins og skata fyrir framan sjónvarpið en tveir handboltaleikir eru í sjónvarpinu og svo er líka nokkuð spennandi leikur í deildinni okkar og spurning er hvort að maður eigi að skella sér á hann.

laugardagur, mars 20, 2004

Unnum í gær 34-14, komumst í 11-0 í byrjun held að það hafi aldrei gerst hjá mér áður. Þær skoruðu fyrsta markið sitt á 17 mínútu og öll stúkan klappaði. Það er nú ekki oft sem það gerist.. Áhorfendur í Danmörku eru svo lamaðir að það er með eindæmum.. En annars var hún Helgan okkar með stórleik í markinu. Spilaði í rúmar 40 mínútur og fékk aðeins á sig 7 mörk. Alls ekki slæmt það.. Var að skamma hana fyrir að telja ekki hvað hún ver mikið. Nú er bara einn leikur eftir og svo byrjar umspilið. Það verður fjör að mæta Hörpu Vífils og co.. En nú tekur við róleg helgi. Algjör snilld að spila svona á föstudagskvöldi. Ætla að skella mér í pönnukökubaksturinn á eftir.. Þarf að halda mér í formi ef ég ætla einhvern tíman að ná markmiðinu mínu þ.e.a.s landsmótsmeistari í pönnukökubakstri. Já það er sko hægt að keppa í öllu á Landsmótinu.
En annars varð ég fyrir smá brúðkaupssjokki í vikunni. Orri hringdi og sagði mér það að Bylgjulestin væri að spila á Akureyri 3.júlí en Skítamórall og Írafár verða með Bylgjulestinni í sumar. Ekki sniðugt þar sem við vorum búin að fá Einar Ágúst og Gunnar Óla til að syngja í kirkjunni hjá okkur. En það getur samt reddast en það mun vanta 9 gesti í veisluna hjá okkur. Ég get þá bara boðið fleiri vinum haha...
Þið verðið svo að kíkja á myndasíðuna mína var að setja fleiri myndir inn um daginn.. Og muna að kvitta, það er svo langt síðan það var skrifað í gestabókina..
Jæja verð að halda áfram við að vera upptekin að gera ekki neitt..
Hilsen
Hrabba

miðvikudagur, mars 17, 2004

Núna er maður loksins að farinn að jafna sig á leiknum sem var á laugardaginn sem við töpuðum með einu og verðum því að sætta okkur við þriðja sætið í deildinni. Og við eigum þá víst að mæta Hörpu Vífils í krossaspilinu. Eftir leikinn var Habbas madklubb og á eftir partý. Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekki í miklu stuði og fór snemma heim. Síðan hringdi Hrabba í mig og ég skrapp til hennar og passaði Viktoríu fyrir þau svo að þau kæmust aðeins út á lífið. En annars gengur lífið sinn vanagang hérna í Holstebro en það er allt á fullu ennþá í samningaviðræðum milli leikmanna og stjórnar og það ætlar víst aldrei að taka enda. Þannig að það er annþá alveg óljóst hvað maður gerir næsta ár. Ég var að skoða úrslitin í leikjunum í gær í deildinni og þau voru nú nokkuð óvænt, það eru bara allir að vinna alla en það gerir þetta víst bara spennandi.
Núna eru bara um 3 vikur þangað til að múttta og pabbi koma í heimsókn til okkar og það á örugglega eftir að vera rosagaman og vonandi gleyma þau ekki að koma með íslensk páskaegg handa okkur, enda eru þau algerlega ómissandi á páskunum.
En annars er lítið að frétta og ég verða að fara að hætta því að ég verð að fara að drífa mig í mína "skemmtilegu" vinnu.

laugardagur, mars 13, 2004

Jæja, loksins náði ég að setja inn nokkrar myndir af nýju húsgögnunum okkar þannig að mamma og pabbi verði nú glöð og geta loksins séð hvað við erum búin að vera að eyða peningunum í.

föstudagur, mars 12, 2004

jú jú ég er enn á lífi... Eins gott að fara að standa sig þar sem Tommi mási er búinn að tæta sig í gegnum tölvukerfið í Versló til að geta lesið síðuna okkar. Go Tommi, go Tommi... Það var nefnilega búið að loka á allt blogg í skólanum.. Þó að það sé lítið búið að vera að gerast undanfarið þá er búið að vera brjálað að gera hjá mér. Það var nefninlega brotist inn í kjallara um daginn hjá mér og stolið golfsetti sem Viktor var með í láni og íþróttatösku frá mér sem var full af fötum og skóm. Það besta var svo að ég hafði sett nokrar flíkur af Viktori ofan í töskuna en þjófurinn tók þær upp úr og tók bara mitt. Spurning hvort að Viktor sé með svona hræðilegan smekk eða hvort að þetta hafi bara verið ,,FAN" dauðans.. Sá hlýtur þá að vera svekktur að það voru engin nærföt í töskunni. Mest bara ADIDAS þar sem ég má ekki mikið nota þær vörur í dag.. Ég er alveg ótrúlega dugleg að halda mig við Hummelið.. En ég er sem sagt búin að skila inn lista til trygginganna og nú er bara að bíða og sjá hvað verður úr.. Svo er búið að vera brjálað að gera hjá mér í kringum Rebekku systir en hún er að koma til Holstebro í ágúst og ætlar sér að vera heilt skólaár. Hún er að fara í Holstebro Sportcollege en þar getur hún valið handbolta og kemur því til með að æfa 7 sinnum í viku. Ekki slæmt það. Þær fara líka þrjár saman þannig að þeim á ekki eftir að leiðast. Við erum bara að vona að þær geta fengið einhverja styrki og var ég einmitt að sækja um einn fyrir þær í gær. Tók mjög langan tíma..
En jæja ég er allavega á lífi. Bæjó..

fimmtudagur, mars 11, 2004

Það er rétt hjá Helgu að það er lítið að gerast hjá okkur þessa dagana.. Nema hvað eins og þið hafið lesið spiluðum við leik á sunnudaginn og þá fékk mín högg á nefið, ótrúleg Harpa í mér, nema hvað að núna er ég blá, marin og bólgin, ekki að það sé í fyrsta skiptið.. Ég fór nú ekki til læknis ótrúleg skræfa, mér fannst nóg að fara með Hörpu (Mel) á slysó á sínum tíma það var nógu vont að horfa á það. Þannig að í leiknum á þriðjudaginn spilaði ég bara fyrrihálfleik því þjálfarinn vildi spara nefið, hann sá mig greinilega ekki eftir höggið frá Hörpu Víf. þá var ég ljót.. Ég fór í skvass við Hönnu í gær, hún vann mig reyndar en ég er öll að koma til, hún skaut mig reyndar niður, var greinilega orðin smeik.. Sem sagt ég er alltaf jafn heppin... Það styttist óðum í að Andri minn komi í heimsókn, það verður frábært´, hann er reyndar orðin svo mikill unglingur að ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla það, svo það er ágætt að ég sé bara að flytja heim svo ég geti haft stjórn á þessu öllu.. Nú er best að ég fari að gera eitthvað. Bless að sinni

miðvikudagur, mars 10, 2004

Ég var að skoða úrslitin í bikarnum og rak þá augun í það að liðið sem er í efsta sæti í deildinni okkar var að vinna áðan lið sem er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar, þannig að það er alltaf von fyrir 1.deildarlið að vinna úrvalsdeildarlið. Svo gleymdi ég að nefna að við erum komnar í 16-liða úrslit.
Ég verð nú bara að viðurkenna það að það er voðalega lítið að gerast hjá okkur þessa dagana. Við unnum bikarleik í gær, reyndar ekki með glæsibrag og svo verður bara gaman að sjá á móti hverjum við lendum í næstu umferð. Gætum lennt á móti úrvalsdeildarliði, ekki leiðinlegt. Á laugardaginn eftir leikinn okkar þá verður líklega "Habbas madklub" og núna eiga þær yngri að elda ofaní gömlu. Ég veit nú ekki hvort að þær eigi einhverntíman eftir að toppa okkur gömlu enda erum við með Ingu Fríðu í okkar liði.
Karlinn minn liggur bara upp í sófa eins og skata og er að horfa á Real Madrid á móti Bayern Munchen og það er ekki hægt að ná sambandi við hann eins og vanalega þegar hann horfir á fótbolta. En ég get þó nýtt tímann í að fara á netið. Ég skil ekki hvernig hann getur horft á fótbolta eftir leikinn í gær þar sem Porto gjörsamlega stal sigrinum frá United. Það sást næstum því í tár, sérstaklega þar sem Steini var hérna og honum þótti sko ekki leiðinlegt að sjá þá detta út, enda dyggur Liverpool aðdáðandi.
En nóg um þetta bull og ég verð nú að pressa á hinar systurnar um að skrifa.
Kveð í bili......

mánudagur, mars 08, 2004

Ansk... erum við búnar að vera lélegar að skrifa á síðuna. En nóg um það. Það er nú búið að vera nóg að gera hjá okkur. Á laugardaginn átti hann Viktor okkar afmæli, varð 27 ára gamall, og við gáfum honum nuddtíma því karlinn er orðin svo stífur. En okkur var boðið í þessa svakalegu afmælisveislu og við gúffuðum í okkur gómsætum kökum. Í gær vorum við síðan að keppa og unnum, en ekkert glæsilega en fengum þó tvö stig. Síðan eigum við bikarleik á morgun á móti öðru liði í fyrstu deild og síðan á laugardaginn er mjög mikilvægur leikur hjá okkur sem við verðum að vinna til að vera nokkuð öruggar um annað sætið.
Ég og Þorvaldur vorum að kaupa okkur borðstofuborð og sófaborð á laugardaginn sem við fáum á föstudaginn þannig að það verður orðið voðalega fínt hjá okkur þegar mamma og pabbi koma í heimsókn um páskana. Svo er bara spurning hvort að það fari ekki fleiri að koma í heimsókn.
En ég ætla að hætta núna og halda áfram að horfa á vin minn hann Dr.Phil......

miðvikudagur, mars 03, 2004

Jæja þá erum við aftur komnar heim til Holstebro. Við höfðum það auðvitað rosalega gott heima á klakanum og nóg var að gera. Við vorum varla lenntar í gær en þá þurftum við að drífa okkur heim og ná í æfingafötin og drífa okkur í höllina til að spila æfingaleik. Þannig að maður var orðin ansi þreyttur þegar maður kom heim enda svaf ég í heila 14 tíma í nótt, gera aðrir betur??? En annars er lítið að frétta en núna framundan eru auðvitað endalausar æfingar og leikir og svo fer líka að skýrast hvort að maður verður hérna næsta ár eða einhversstaðar annarsstaðar. Kveð að sinni.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?