<$BlogRSDUrl$>

Vores hjemmeside

föstudagur, apríl 30, 2004

Eivorin mín átti afmæli í dag.. Til hamingju með daginn snúllan mín.. Talaði við hana áðan og þetta var búin að vera rosalega rólegur dagur. Hún ætlaði að reyna að halda upp á daginn á morgun í staðinn. Alex var að koma úr aðgerð þannig að einhenti bakarinn var ekki alveg að gera sig.. Hann neyðist til að bjóða henni út að borða..
Annars hélt ég upp á daginn í dag.. Fór í bæinn og eyddi fullt af peningum.. Var reyndar aðallega að eyða inneign sem ég átti eftir í íþróttabúðinni. Kom allavega heim með fullt af pokum. Er að verða klár fyrir sumarið..
Viktorían mín er orðin sjónvarpsstjarna hérna í Danaveldinu.. Kom í TV-inu í gær þar sem hún var með leikskólanum í hljóðveri að syngja inn á geisladisk.. Það var auðvitað súmað lang mest á flottustu stelpuna.. Hún var algjört æði, lang minst og stóð fremst og var týpan sem var aðeins á eftir hinum en fannst hún lang flottust.. Við náðum að taka þetta upp þannig að ég á nú eftir að sjá þetta nokkuð oft..
Annars hef ég nú aldrei sagt frá því að það er bara komið sumar hérna og búið að vera allt upp í 20°hiti. Viktoría búin að taka fullt lit.. Hún mætir svört heim til Íslands í maí. Við mæðgurnar erum bara alltaf úti á stuttermunum.. Algjört æði...
En jæja heilinn algjörlega hættur að starfa, er orðin svo þreytt.. Bless í bili...

sunnudagur, apríl 25, 2004

Jæja jæja loksins eitthvað skemmtilegt til að segja frá. Þetta er búin að vera snilldarhelgi.. Á föstudaginn var búið að skipuleggja golfmót fyrir okkur Íslendinganna og var mikil tilhlökkun fyrir stórmótið.. Við mættum út á golfvöll rétt fyrir 18 á föstudagskvöldið. Við vorum nýbúin að skipta niður í lið og tveir fyrstu búnir að slá þegar formaður klúbbsins og konan hans (eiga líka fyrirtækið þar sem Inga Fríða, Kristín, Viktor og Steini vinna) mættu á svæðið og kölluðu á okkur upp á götu. Þegar við komum þangað stóð geðveikur Cadillac (veit ekki hvernig þetta er skrifað en allavega er þetta bíll eins og allir eiga að vera búnir að fatta) á bílastæðinu en það er sparibíllinn þeirra. Keyra bara um á 12 milljón króna Benz og Rav 4 svona dags daglega. En aftur að Cadillacnum, ég hélt sem sagt að þau ætluðu bara að sýna okkur bílinn og fór að dást að honum þegar Sanne (konan) skellti fjórum fangadrögtum á stéttina og sagði mér, Viktori, Kristínu og Steina að skella okkur í gallana. Það átti sem sagt að fara að gæsa og steggja okkur. Við áttum svo að setjast í Cadillacinn og hinir fylgdu á eftir. Við enduðum svo í Bowlinghöllinni í bænum en þar er líka hinn fínasti matur og var búið að dekka borð fyrir okkur þar. Það var síðan boðið upp á forrétt og keypt fullt af rauðvíni og hvítvíni og öðrum drykkjarvörum. Það var svo rosa hlaðborð eftir forrétt en svo var komið að aðalkeppninni og var skipt niður í 4 lið í bowling. Ég, Kristín og Þorvaldur lentum saman í liði og auðvitað áttu hinir ekki séns. Við rúlluðum þessu móti og fengum rosa medalíur og nammipoka í verðlaun. Eftir keiluna var síðan boðið upp á ís og auðvitað drykki fyrir þá sem vildu. Við sátum svo bara og spjölluðum og spiluðum þythokkí inn á milli. Ég lenti í rosa einvígi við formanninn en ef að hann myndi vinna þá fengi hann að ráða hvar ég spilaði á næsta ári, ég sagði þá að ef ég myndi vinna þá yrði hann að koma með mér sem sponsor en hann er að leggja tæpar 50 milljónir í klúbbinn á ári. Það þarf nú varla að taka það fram að auðvitað rúllaði ég þessum leik upp þannig að ég get farið hvert sem ég vil. Þegar vel var liðið á kvöldið fórum við stelpurnar sem vorum að fara að keppa á laugardeginum heim en strákarnir og Hanna handleggsbrotna fóru niður í bæ með formannshjónunum og auðvitað héldu þau áfram að splæsa. Þau eru ótrúleg þetta fólk. Þetta var alveg frábært kvöld enda auðvitað frábært fólk saman komið. Harpa Vífils var nýkomin til okkar en hún ætlaði að vera með í golfmótinu. Það var auðvitað ekkert búið að láta hana vita þannig að hún varð alveg jafn hissa og við. Henni var auðvitað rosa vel tekið og formaðurinn reyndi allt til að láta hana drekka en tókst ekki ætlunarverkið. Við spiluðum svo við Hörpu og co í gær laugardag en þetta var annar leikurinn og okkur nægði jafntefli til að komast áfram því að við unnum þær á útivelli síðasta laugardag. Eftir frekar jafnan leik knúðum við fram sigur þannig að nú bíður okkar úrvalsdeildarlið sem við eigum að spila við um sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári. Þetta verða vonandi hörkuspennandi leikir en hingað til hefur 1.deldarlið aldrei náð að vinna úrvalsdeildarlið í svona umspili.
Af fjölskyldunni er það að frétta að litla músin mín er bara búin að vera lasin. Með rosa hita og búin að kasta smá upp. Vill ekkert borða greyið. Er að horfa á Annie á DVD núna og ég er að spá í að fara að knúsa hana aðeins..
Bið að heilsa í bili..

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Já það er ekki mikið að gerast þessa dagana hjá okkur. Brjálað að gera hjá okkur um helgina, vorum ekkert heima og erum líka bara búin að vera þreytt eftir erfiða helgi. En við fórum í danska fermingarveislu á sunnudaginn hjá ,,litlu systur" minni hérna í Danmörku.. (Fjölskyldan sem ég bjó hjá 1995). Þetta var mjög skemmtilegt upplifelsi en fermingarveislur í Danmörku eru bara eins og brúðkaup.. Í fyrsta lagi þá fermast allar stelpur í hvítu dressi og margar í hvítum kjólum. Í veislunni eru svo bara haldnar ræður og farið í allskonar leiki og svo var endalaust sungið. Við vorum í veislunni í rúma 8 klukkutíma og ég get svo svarið það að það var örugglega borðað í hátt í 5 tíma. Við vorum allavega södd þegar við komum tilbaka.
Annars er bara lítið að frétta nema að það eru sex and the city dagar í sjónvarpinu og bara sýndir endalaust margir þættir í röð.. Ástæðan fyrir að ég er ennþá vakandi.. Ekki sniðugt.
En ég verð að slíta mig frá tölvunni og imbanum og drullastúpp í rúm því það er langur vinnudagur á morgun.. Eini langi vinnudagurinn í vikunni...
Bið að heilsa...

mánudagur, apríl 19, 2004

Lítið að gerast!!!
Eftir æfingu á laugardeginum var lagt af stað í 4 tíma rútuferð til Köben. Á laugardagsmorgninum skelltum við í okkur þessum fína morgunmat og síðan var fengin sé smá lúr og þar á eftir göngutúr (bara rímar!!!). Klukkan tvö kepptum við á móti Ydun og fórum með sigur af hólmi. Á leiðinni heim var komið við á Pizza Hut, okkur til mikillar ánægju. Við komum tilbaka til Holstebro um tíuleytið, sumar þreyttar en aðrar tilbúnar til að fara út á lífið. Ótrúlegt en satt þá vorum við Íslendingarnir í þreytta hópnum þannig að ég skellti mér bara í DVD hjá Hröbbu og auðvitað sofnaði ég fljótt í sófanum þeirra. Annað er að segja um partýljónin þá Þorvald og Steina sem skelltu sér auðvitað út á lífið og komu ekki heim fyrr en hálf sjö. Sunnudagurinn var frekar rólegur, skellt í þvottavélar, komið við í bakarí, þrifið og auðvitað bökuð þessi dýrindis heimatilbúin pizza. Karlinn minn getur allavegana ekki kvartað þar sem það var sko snúist í kringum hann.
Þetta er nú það helsta sem er að ske en framundan er annar leikur á móti Ydun á laugardaginn hérna heima í Holstebro og svo ætlum við og Hrabba og Viktor líklega að skella okkur út að borða á sunnudaginn þar sem ég og Hrabba eigum gjafakort á sama matsölustaðnum þannig að það verður voðalega huggó.
En annar bless í bili.........

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Á morgun erum við að fara til Köben eins og Hrabba mín sagði og við leggjum í hann stuttu eftir æfingu. Ég er svo "heppin" að karlinn minn er sjúkraþjálfari hjá okkur í þessum leik þannig að það verður allt morandi í Íslendingum. Svo var ég svo góð í dag því að ég splæsti gönguskóm á karlinn minn. Finnst ykkur ekki að hann ætti þá að slæsa einhverju á mig??? En það er hálftómlegt hjá okkur í kotinu núna eftir að mamma og pabbi fóru og við skötuhjúin verðum bráðlega uppiskopa með umræðuefni. Ég hef bara ekkert meira að segja að þessu sinni því miður.
Jæja..
Kerlingin komin með nýja tölvu sem er bara alveg frábært.. Gamla tölvan dó og það sem verra er að mig vantar fullt af gögnum og þar á meðal allar e-mail adressurnar mínar.. Þið sem þekkið mig megið endilega senda mér mail og það væri bara frábært ef þið gætuð látið fylgja með fullt af adressum.. Ég yrði alveg rosa glöð..
Annars er allt að fara að gerast í boltanum, umspilið byrjar á laugardaginn og förum við til Köben á föstudaginn og gistum þar.. Erum að fara að spila við liðið hennar Hörpu Vífils. Það lið sem vinnur mætir svo Århus í úrslitaleikjum um hver fær sæti í efstu deild..
Sorry en ég verð að hætta, kem fljótlega aftur.... Munið að senda mér póst......

mánudagur, apríl 12, 2004

Gleðilega páska öll sömul...

Vá ég er búin að éta svo mikið alla helgina að ég kem rúllandi inn á æfingu á morgun.. Það verður sko erfitt að stoppa hlunkinn á morgun... Ég er búin að vera svo dugleg í eldhúsinu að það er rosalegt.. Var með rosa mat í gær og í dag og á föstudaginn fórum við á Cooks og auðvitað fékk tengdamamma sér Mexíkanska pizzu og var svona líka ánægð með hana. Endaði með því að hún þurfti að hneppa frá... Alveg ótrúlegt hvað ég ætla aldrei að fá leið á þessari pizzu.. Viktoría auðvitað rosalega ánægð að hafa afa og ömmu hér og auðvitað frábært fyrir okkur líka.. Þau taka morgunvaktirnar enda ekkert annað í boði þar sem Viktoría vil helst ekki vita af okkur þessa dagana.. Amma og afi eiga að gera allt.. Við megum varla horfa á hana.. Þetta var svona svipað og þegar við fórum til Dagnýjar.. Þær voru bara síams...
En annars vorum við að fá nýja tölvu.. Fartölvu rosa flotta og nú vantar okkur bara þráðlaust internet og þá verð ég orðin rosa dugleg að skrifa á síðuna.. Ætla að æfa mig að gera tvennt í einu, horfa á sjónvarpið og vera á netinu.. Örugglega mjög margir sem hafa mikla trú á mér..
Ég skil nú bara ekki hversu döpur ég er í skrifunum þar sem ég er alltaf ein á kvöldin orðið... Herra dauður fyrir 22 er ekki að gera gott mót þessa daganna.. Hann er að verða eins og ég var upp á mitt versta.. Spurning að fara að setja járn og ginseng ofan í drenginn... Þetta gengur allavega ekki svona..
Jæja verð að hætta en verð að óska 19 ára liðinu til hamingju með árangurinn. Þær eru komnar í lokakeppni EM... Frábært hjá þeim...
Kveðja
Hrabba

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska!!!
Það er sko aldeilis búið að vera fínt hjá okkur. Síðasta miðvikudag vorum við í Köben og mamma og pabbi stóðu sig bara ágætlega í að versla en annað er að segja um mig, verslaði bara ekki neitt. Á fimmtudeginum keyrðum við til Holstebro og á föstudeginum var tekinn göngutúr í bænum og síðan eyddu karlarnir mestum hluta dagsins á barnum að horfa á fótbolta og þið getið ímyndað ykkur ástandið á þeim þegar þeir komu heim. Í gær skelltum ég og mamma okkur í bæinn og mamma hélt áfram að strauja og á meðan sváfu karlarnir. Seinni partinn var skellt sér í stórvörumarkaðinn Bilka og klárað að kaupa fyrir páskamatinn. Í dag ætlum við að skella okkur í bíltúr og skoða okkur um og síðan á að horfa á oddaleikinn hjá Slagelse og Randers. Í kvöld verður síðan hamborgarahryggur og meðlæti á boðstólnum, ekki slæmt.
Ég sá síðan í gær að unglingalandsliðið vann Slóveníu, ekkert smá gott hjá þeim og svo eru þær að fara að spila á móti tveimur í liðinu okkar í dag svo það verður spennandi að sjá hvernig það fer.
En núna er verið að reka á eftir mér. Verð að fara en hafið það gott.
Páskakveðjur úr Holstebro.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Jæja jæja..
Kerlingin vöknuð.. Búið að vera svo mikið að gera hjá mér eins og alltaf. En ég get nú sagt ykkur það að ég er búin að afreka að horfa á Hringadrottinssögu í fyrsta skipti.. Er búin að horfa á fyrstu myndina, tók tvö kvöld.. Fínasta mynd og ég verð nú bara að segja að ég þakka nú guði fyrir að hafa ekki farið á myndina í bíó.. Eruð þið ekki að grínast með endirinn, ég hefði aldrei höndlað að bíða í ár eftir framhaldinu, bara mannskemmandi. Ég er nú bara tilbúin með mynd númer tvö og svei mér þá að hún verði bara ekki sett í tækið í kvöld.. Annars bíða mín einhverjar 11-12 myndir í plasti til að horfa á en sjúklingurinn (ég) er alt í einu komin í DVD kaupæði og nú kaupi ég bara DVD myndir út í eitt.. Alveg heilbrigð.. Mér gengur allavega vel í að safna dönskum kvikmyndum en verðandi ,,dönskukennari dauðans" verður nú að eiga allar dönsku myndirnar enda bara snilldarmyndir margar hverjar..
Svo er það hún dóttir mín sem er bara alveg að fara að fermast.. Alltaf brjálað að gera hjá henni, nú er hún á fullu að eignast nýjar vinkonur og ég er verð nú bara að segja að það er alveg nett Cable-guy (girl) í henni.. Vinkona hennar var í heimsókn hérna rétt áðan og svo var hún að fara heim og þá kom auðvitað ekkert annað til greina en að fara með henni heim þannig að það endaði með því að pabbi hennar bauð Viktoríu með heim í mat.. Þess vegna sit ég núna við tölvuna... Hún ætti allavega að hafa næga orku þar sem hún sofnaði á gólfinu klukkan 18 í gærkvöldi og svaf til 8. Vaknaði reyndar klukkan 5 í nótt og fékk pylsu í rúmið, hélt svo bara áfram að sofa.. Bara snillingur..
Tengdaforeldrar mínir koma svo í heimsókn á morgun og verða í viku þannig að það verður gleði á heimilinu næstu vikuna.. Ég ætla auðvitað að meika það í eldhúsinu..
Ég má nú ekki ofgera mér í skriffinnskunni nú lóksins þegar ég mæti þannig að ég verð nú að stoppa og drífa mig út í búð og versla endalaust mikið, hver veit nema að það detti einhver DVD mynd niður í kerrunna...
Jæja þá erum við dottnar út úr bikarnum, því miður. Við spiluðum í gær á móti úrvalsdeildarliðinu Horsens (enduðu í 6.sæti úrvalsd.) og við vorum að spila mjög vel og létum sko ekki þessar stjörnur valta yfir okkur. Leikurinn endaði með jafntefli eftir venjulegan leiktíma og síðan töpuðum við með tveimur eftir framlengingu. Við vorum samt mjög óheppnar því að þegar um 15 sek voru eftir af venjulegum leiktíma þá vorum við í sókn og áttum skot í slánna þegar 4 sek voru eftir. En svona er þetta víst en allir í liðinu áttu hrós skilið fyrir góðan leik. Á morgun er ég að fara til Köben til að taka á móti mömmu og pabba og við ætlum að eyða deginum þar. Hlakka auðvitað rosalega til. Síðan komum við til Holstebro á skírdag. Við skötuhjúin erum búin að vera að skipuleggja páskana á fullu og vorum í dag og í gær að versla inn fyrir páskamatinn og það veður sko ekkert annað en danskur hamborgarahryggur á boðstólnum. Vonandi fer samt veðrið að batna því að í dag er næstum búið að rigna stanslaust. Ég ætla núna að skella mér í bælið enda þarf ég að vakna eftir rúmlega 5 tíma til að ná lestinni.
Góða nótt

sunnudagur, apríl 04, 2004

Ég get bara ekki annað en óskað Víkingsstúlkum til hamingju með sigurinn í gær og nú er bara að vinna 3ja leikinn og fara í 4-liða úrslit. Í gær byrjaði 4-liða úrslit í úrvalsdeildi kvenna hérna í Danmörku og þá vann Slagelse léttan sigur á Randers og leikurinn var langt frá því að vera spennandi. Á morgun er síðan Ikast/Bording að spila á móti Viborg og sá leikur verður örugglega mjög spennandi. Það versta er að við getum ekki horft á hann því að við erum að fara að spila bikarleik á sama tíma. Við spilum á móti Horsens og það verður án efa mjög erfitt en jafnframt skemmtilegt. Ég get allavegana ekki beðið. Á fimmtudaginn leit nú samt út fyrir að ég myndi ekki spila leikinn þar sem hásinin mín var eitthvað að stríða mér og ég hef ekki verið með á síðustu þremur æfingum. En í gær fann ég voðalega lítið fyrir verk og á eftir er ég að fara í ræktina og ætla að prófa að hlaupa og sjá hvort að allt sé ekki í lagi. Það kemur allavegana ekki til greina að ég sleppi þessum leik og láti einhverja kjúlla spila í staðinn fyrir mig, no way.
Ég sá á mbl.is í gær að Metallica er að fara að spila á Íslandi þann 4.júlí. Það yrði nú ekki leiðinlegt að eiga miða á þá tónleika. En við erum allavegana komin með miða á Placebo þann 7.júlí og það verður alger snilld. Svo eru mamma og pabbi nýbúin að eiga afmæli og við gáfum þeim miða á Deep purple. Það er þó mest svekkjandi að eiga ekki miða á Pixies.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Ég var að fá mail frá bekkjarsystur minn og það eru næstum allir að eignast erfingja. Maður er bara útúr. Ég held að núna að það séu um 6 einstaklingar sem voru með mér í bekk sem eru búnir að eignast erfingja eða eiga von á því, gera aðrir betur. Ég held að ég bíði með það aðeins lengur enda engin löngun til þess. En maður finnur samt vel fyrir að það er komin pressa á mann en þeir sem þekkja mig vita að ég er alls ekki að fara að fá mér bumbu. Ég vil allavegana óska öllum til hamingju. Á eftir ætla ég og karlinn að fara og kaupa okkur frysti og ég get ekki beðið eftir að geta keypt ís og fryst eða eitthvað annað eða kannski reyni ég að vera eins myndarleg og Inga Fríða og búi til heimatilbúinn ís. Það er eins gott að þeir eigi frystinn sem við erum búin að ákveða að kaupa annars verður kerlan brjáluð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?